Af gefnu tilefni langar mig að halda áfram þessarri krossferð minni gegn samtúlkun Lawful alignmentsins og löghlýðni, í von um að einhver skilji allavega (þó menn séu ekki sammála) hvað ég er að fara.
Law/Chaos er ekki spurning um Lög/Lögleysu, heldur Reglu/Glundroða. Sjálfsagt hefðu alignmentin betur verið orðuð Order/Chaos þegar kerfið var upprunalega hannað, en líklega var ekki gert ráð fyrir að þetta færi að valda svona misskilningi.
Lawful character er einfaldlega aðili sem aðhyllist samfelldni, ólíkt tækifærishyggju Chaotic charactersins. Lawful alignment segir eitt og sér ekkert um hvort character er löghlýðinn eða ekki, þó sjálfsagt séu þeir líklegri til að kunna að meta röksemdarfærslu lagarbókstafsins en þeir kaótísku.
Enda er alltaf hálf kjánalegt að halda fram að einhver sé löghlýðinn að lífsskoðun. Það er nefninlega ekki hægt. Sem dæmi er Paladin í D&D. Hvað myndi hann gera ef hann kæmi til lands þar sem lögin væru greinilega hönnuð af illum mönnum og kvæðu á um alls kyns hrottaskap. Myndi hann fylgja þeim lögum? Nei. Af hverju ekki? Er hann ekki bundinn af löghlýðni? Nei, hann er bundinn af ákveðinni lífsskoðun, ekki mennskum lögum. Ef hann myndi hoppa fram og til baka og fylgja alltaf í hvívetna lögum hvers staðar væri hann sífellt að skipta um stefnu og taka á lífinu á mismunandi hátt, sem myndi gera hann Chaotic.
Þetta er atriði sem ég hef lengi predikað (sjálfsagt vegna þess að ég er nöldurseggur ;), og nota ég oftast máli mínu til útskýringar Hróa Hött, sem ég vil halda fram að hafi verið Lawful Good. Hann lifði lífi sínu samkvæmt því sem honum hafði verið kennt. Hann hélt heiðri í hávegum, var hollur sínum konungi, fjölskyldu og fólki. Hann var greinilega maður sem lifði eftir prinsípi og ákveðinni hugmyndafræði og ekkert gat sveigt hann frá sínum lífsskoðunum. Þ.e. Hann var Lawful. Löghlýðinn var hann þó ekki.
Kveðja,
Vargu
(\_/)