Mig langar svona til gamans að ræða aðeins þrjár aðferðir við spilamennsku, og stjórnun spunaspila. Ég ætla að minnast á tvær aðferðir sem ég tel einna algengastar, og svo langar mig að lýsa þriðju aðferðinni sem er svolítið skemmtileg útfærsla.

Fyrsta aðferðin er Bókstafstrúin. Þetta er sú aðferð sem óreyndir og/eða ungir stjórnendur nota oftast. Þá er stuðst við reglur af nákvæmni, og ævintýri, mótherjar, sem og persónur leikenda, hafa mikla tilhneigingu til að falla í erkitýpur (Archtypes, stereotypes). Oftar en ekki er hvatinn í ævintýrum þessarra hópa efnisleg græðgi eða vöntun, vandamálin líkamleg, og úrlausnin oftast falin í því að lemja niður ógrynni ófreskja sem hafa engan
persónuleika og rétt hanga saman á tölunum (statistics). Þetta er sú aðferð sem líkist mest tölvuhlutverkaleikjum, krefst lítillar undirbúningsvinnu, og elur af sér spilara sem kallaðir eru á ensku “hack-n'-slashers”. Flestir hópar spila á þennan hátt í árdaga spilamennsku sinnar en færast svo yfir í aðrar tegundir silamennsku þegar áhuginn á einfaldleikanum dvínar. Sumir hópar sitja þó fastir í þessu fari ansi lengi, og er svosum ekkert annað en gott um það að segja ef það hentar þáttakendunum vel, og þeim hafa gaman af.

Næsta aðferðin er sú sem flestir reyndari spilarar stunda, og ég ætla mér að kalla Uppreisnarspilamennsku. Algengast er að þar sé um að ræða spilara sem byrjuðu sem Bókstafsspilarar og finnst þeir vera að slíta sig úr viðjum myrkra miðalda og þroskast upp í annan flokk spilamennsku þar sem göfugri hugmyndir liggja að baki. Þetta er víður flokkur, og ég gæti eflaust slitið hann niður í fleiri en einn. Spilarar í uppreisnarspilamennsku gera allt hvað þeir geta til að gera ekki karaktera sem falla í erkitýpur. Það þykir ekki
fínt. Því skringilegri, frumlegri, og í raun óspilanlegri sem karakterarnir eru, því betra. Sjórnendur á uppreisnarskeiði breyta nú ævintýrum sínum úr hack-n'-slash í dýpri söguþræði, persónuleg vandamál, pólitík, og jafnvel rómantík í sumum tilfellum. Einnig reyna þeir að reiða sig sem minnst á reglur og eru bækurnar skildar eftir heima þegar farið er að spila, vegna þess að þeir þurfa óðir og uppvægir að sanna það að þeir þurfi ekki á þesskonar
hjálpartækjum að halda. Þessi stíll er víður einsog áður segir og endist oft lengi, og getur á ferlinu tekið á sig margar myndir. Flestir reyndari spilarar stunda uppreisnarspilamennsku af einhverjum toga

Síðasta aðferðin er svolítið sérstök og er aðferð sem ég ætla að kalla “Best-of-both-worlds-aðferðina”. Þetta er aðferð, eða hugsunarháttur, sem var kynntur fyrir sjálfum mér fyrir stuttu síðan (Ég hef hingað til verið uppreisnarstjórnandi). Í Best-of-both-worlds aðferðinni verður bæði hjá stjórnendum og spilurum ákveðið afturhvarf. Flóknari söguþráðunum og dýpri persónu-sköpuninni er haldið, en bækurnar eru sóttar heim og kerfið er tekið í notkun á ný. Hlutir einsog random encounter tables eru sóttir úr geymslunni og heimurinn er opnaður upp fyrir leikmönnum, og þeim leyft að ráða stefnu sinni sjálfir. Kjarninn í þessari aðerð er sá að stjórnandinn sé “Sögumaður, ekki örlögin”. Teningarnir, og reglurnar sjá um að ákveða örlög. Spilarar, sem nú ættu að vera orðnir ansi reyndir, vita þetta og ana því ekki í hvað sem er. Hlutverk stjórnandans verður að nýta sína hæfileika til að þýða reglurnar yfir í daglegt mál, ekki að stýra umhverfinu fullkomnlega. Með þessu næst ný spenna, þar sem leikmenn horfa fram á að þeim sé ekki alltaf reddað af stjórnanda ef þeir klúðra hlutunum (þó svo að það sé auðvitað áfram hægt í sértilfellum).
Með þessarri aðferð eru reyndir spilarar að nýta sér reglurnar til að auðvelda sér undirbúning, og skemmta sér yfir nýrri hlið spilamennskunnar. Ég vil meina að í upphafi hafi menn spilað Spil, svo fari þeir út í hreinan Spuna, og að lokum með þessarri aðferða sé orðið til SpunaSpil.

Kær Kveðja,
Vargur
Spunaspil Administrato
(\_/)