Jæja, þá er það Reckonenn sem Jonni leikur í mínu campaigni. (Enginn af Jonunnum hér). Ég er að gera þetta án hans leyfis en ef hann hefur eitthvað að segja skal hann bara leiðrétta mig.

Reckonenn var fæddur útí skógi, faðir hans ól hann upp í skóginum þangað til að hann varð 11 ára. Hann var farinn að sína merki Rangers. Faðir hans dó þegar hann var 15 ára. Stuttu seinna þegar hann var að sauma á sig Rangerbúning og að húðflúra sig drekaflúri á hálsinn var ráðist á hann af Orcum. Orcarnir gengu næstum frá honum og lifði hann bara rétt svo af. Andlit hans var eins og Jonni lýsir því “í skralli” og breytti Reckonenn því Rangerbúningnum í svart cloak með stórri hettu. Það sést því ekki mikið í andlit hans. Hann reynir allt til að verja andlit sitt frá því að vera séð þó það sé stundum óhjákvæmlegt. Drekahúðflúrið hans svíður í hvert sinn sem Orcar eru nálægt (50 ft). Reckonenn er sem er 2nd level Ranger og er lægsti levelinn í campaigninu, Sinzi er til dæmis 5th level Wizard/Arcane Archer og kallinn hans Gaui89 er 5th level Paladin. Reckonenn gengur ágætlega í campaigninu þó hann hafi verið kraminn af Ogre einu sinni. Hann var ressurected þó.