Jæja, þá er það framhaldið af sögu Rack's.

Eftirfarandi saga er handrit sem fannst hjá líki í Quelthon. Ekki er vitað hvort hún sé sönn eða ekki enn sönnunnargögn benda til þess.


Það var dimma rigninganótt sem ég sá hann. Ég var sofandi, þegar ég heyrði hræðileg öskur. Ég vaknaði, náði í rýting í koffortið mitt og gekk fram á gang. 7 ára sonur minn kom skríðandi til mín. En augu hans voru ekki fagurblá, heldur blóðrauð og úttútnuð. Hann skreið eftir gólfinu og þegar ég vaknaði alveg sá ég að annann fótinn vantaði. Frumburður minn dó fyrir framan augun á mér, í hræðilegri kvöl. Ég upppgötvaði þá að dauðinn var ekki svo slæmur, þetta var miklu verra. Þá skyndilega heyrði ég annað öskur, þetta sinn í ástinni minni, henni Wellu. Ég hljóp inní herbergið hennar, en ég var of seinn. Hún lá í rúminu sínu, sem var útatað hennar eigin blóði. Nú vildi ég deyja, ég vildi bara deyja og hitta sálir fjölskyldu minnar heldur enn að lifa. En þá greip hendi Wellu í mig. Mér létti örlítið, hún togaði mig að sér, munnur hennar var fylltur blóði, en mér var sama. Ég kyssti hana innilega fyrir að vera á lífi. Það næsta sem ég man eftir var gríðarlegur sársauki. Þegar ég dró tunguna úr munni Wellu sá ég að hún var að eta eitthvað. Ég leit nær og sá þar bút af tungu minni. Munnur minn fylltist líka af blóði. Eftir smá stund greip hún aftur í mig og beit stykki úr handlegg mínum. Ég átti ekki annarra kosta völ, ég drap hana endanlega. Hún var hvort eð er ekki lifandi, né dauð. Ég ætlaði að enda líf mitt eftirþetta, þegar ég sá skaðvaldinn. Inní herbergið gekk maður, sköllóttur með hökutopp og fjólublátt húðflúr þvert yfir andlitið. Hann horfði á mig grimmilega. “Ég var frumburður ykkar, ég var líf ykkar. Nú er ég dauði ykkar.” Þetta sagði hann rétt áður enn hann stakk rýting á roknakaf í síðuna á mér. Hann fór síðan. Ég varð einn eftir með dauðri fjölskyldu minni. Sárið var farið að drepa mig. Ég náði í blað og viðarkol og skrifaði þessi orð. Sonur okkar, líf okkar, varð dauði okkar. Rack litli af Quelthon varð okkur að bana, sonur okkar…….