Jæja… bróðir minn og ég vorum að leggja drög að low-magic “campaigni” einhvers-staðar í Faerun… verður ákveðið seinna.

Mun þetta ganga meira út á atmospherið frekar en XP og fjársjóð. Hérna ætlum við að leyfa ykkur hugverja að njóta þess að lesa um þetta.

Ævintýrið hefst þannig að PC-arnir eru í kastala svo lítið langt frá landamærunum. Svo einn daginn eru þeir sendir af stað…


Party sent sem nýja njósnadeildinn til Vestur Virkisins með Vagnalest ásamt birgðum og vopnum. Vikan til 10 dagar að ferðast.

Day one to five. Voðalega lítið, þokan á morgnana, á nóttinni heyrist eitt og eitt spangól í úlfi og af og til uglu-hljóðið sem mar heyrir alltaf. Á morgnana tekur morgunþokan við þeim ásamt krúnk hrafnana sem virðast sýna ykkur óeðlilegan áhuga. Einzog venjuleag sést ekki til sólarinnar og þrátt fyrir skýinn virðist ekkert rigna mikið. Og þegar þokan loks fer á daginn, tekur við enn verri vindur, ekki það mikill að það sé hvasst bara svona akkúrat nóg, svo það sé ekki notalegt…

Á nótt fimmta dags… Listen Check DC 14, Spot DC 18.
Fjöldi 2 goblinar á mann, sem sagt sirka abát 8. Sem ráðast á sjálfa PC-ana, og svo slatti fleiri á sjálfa lestina. Um leið og 6 deyja þá flýr rest, en annars flýja þeir í 5. roundi, komnir með þær birgðir sem þeir hugðust stela.


Svo skeður sama og ekki neitt þar til þeir komast að virkinu.


Þegar þeir komast svo að virkinu, taka þeir eftir stæltum körlum og öðrum vera að vinna við að halda veggjunum við, og grafa uppúr skurðum, og hamra niður oddhvassa bjálka sem mynda vígalega línu í kringum virkið. Og þeir taka einnig eftir því að helmingur þeirra sem eru að vinna þarna eru í fullum herklæðum en aðrir soldið léttari klæddir. En samt vopnaðir og í hlýjum fötum út af vindinum.
Ögn lengra frá virkinu sjást hrafnarnir gæða sér á líkum á orkum.

Birgðameistarinn tekur á móti þeim, hann er góður gamalreyndur hermaður sem vegna meiðsla getur ekki tekið á jafn-mörgum bardögum og hann gerði áður. Og hann ber stórt stríðsör frá enni í yfir augað og niðrá kinn. En samt er hann vinalegur og virðist líta á lífið léttari augum en flestir aðrir þarna.
Þegar inn er komið í virkið blasir við hrúga af spjótum, öxum og ýmsum öðrum ribbaldarlegum orka-vopnum. Inn í bás sést þessi risastóri rumur minnir meira á jötun en mann vera að berja sverð á steðja og við hvert högg sést aflið. Sem fær mann til að halda að hann sé að brjóta steðjan. (maðurinn segist vera hálfur berg-risi).
Víðsvegar um virkið, á jörðini, í timburhlutum, á þökum á húsum má finna ógrynni af örvum og eru menn hér og þar að týna þær upp.
Á endanum koma þeir að húsi sem Birgðameistarinn bendir á og segir, “hér eru vistarverur ykkar” og brosir.

Vistarverurnar sjálfar saman standa af lítilli stofu með tíu viðarkojum með skinn-teppum sem eru fyrrverandi eigur fyrir-rennara þeirra. Við hverja koju eru tvær litlar kistur fyrir persónulega muni.

Þetta er svona intro-ið… svo höfum við breytt smá reglunum líka…

Race-in sem hægt er að velja eru eftirfarandi
Human, Dwarf, Half-Orc.

Svo gerðum við galdrana aðeins dýrari…

Galdra-Reglan = Galdur kostar 1 hit point per spell level. Og færð ekki aftur fyrr en eftir hvíld (ekki hægt að lækna nema með Restoration eða álíka)

Þetta er svo landsvæðið í kringum virkið þar sem ævintýrið mun byrja í og í kringum.

Keep-ið… Allt þetta landsvæði sem þeir eru að vernda er rauð mold, (svona einzog Waste í Warcraft), Trén eru öll svört með ekki mikið af laufum, og þannig sérðu yfir skóginn og þú sérð hreyfingarnar en getur ekki verið viss um hvað það er. Á nóttunni og á morgnana er alltaf 50cm há þykk þoka á jörðinni.