Í þessarri grein vil ég koma með nokkrar mismunandi hugmyndir fyrir spilafélögin í landinu og admin Spunaspils á Huga.

Ég hef orðið vör við að til eru nokkur spilafélög á landinu en fæst vita um hvert annað, t.d. ef ég hefði vitað að ME er með spilafélag hefði ég líklega lagt til að MA og ME félögin myndu hittast einhverstaðar miðju vegar (þegar ég var í MA).
Það væri gaman að vita hve mörg spilafélög eru á landinu og þá er líka möguleikar á að spilafélagar hittist innan landsfjórðunganna, ekki bara á Fáfnismótum.

#1: Hvernig væri ef það væri safnað saman í einn kassa á aðalsíðunni nöfnum félaganna og e.t.v. nafni formans félagsins? Ég veit að það er gefið færi á að senda inn tengil á félag en það eru ekki öll félög með heimasíðu og þær eru mismikið uppfærðar.

#2: Hvernig væri ef öll spilafélögin sameinuðust í eitt “samband”?
Ég veit að skóla-spila-félögin heyra undir viðkomandi skólafélög/nemendafélög en þau ættu samt líka að geta verið í “sambandi” við önnur spilafélög.
Fáfnir er í raun eina landsþekkta félagið og það væri e.t.v. sniðugt ef félögin væru “hlutar” af því og svo væru spilahópar (ef þeir vildu) hluti af félögunum.

Nú veit ég ekkert hvað ykkur hinum finnst um þetta, líklega líkar mörgum vel við að vera óþekktir með sinn spilahóp og þurfa ekkert að hitta hina en aðrir eiga erfitt með að finna samspilara t.d. vegna flutninga milli staða (skólafólk af landsbyggðinni ætti að þekkja það).

Endilega segið álit ykkar og ef einhver er í aðstöðu til að gera e-ð í málinu go a-head.

Kveðja

Rósa Dögg
Akureyri