Grúppan okkar, sem í eru sex menn, skiptist í tvennt, og menn fóru hver í sína áttina, í annarri var góður, en soldið overconfident og clueless Ex-Paladin/Fighter sem ég spilaði, ásamt öflugum sorcerer og undarlegum barbarian. Í hinni var CN Half-fiend fighter, Ex-Paladin/Rogue og annar barbarian.
Eins og gefur að skilja freistaðist seinni grúppan til að fara að stunda illsku og Ex-Paladin/Rogue-inn varð blackguard og Half-fiend Fighterinn fór að breytast sífellt meira í fullan fiend. Þeir urðu vitaskuld evil, en fengu magic item til að maska nýja alignmentið fyrir gömlu félögunum.
Þessi seinni grúppa fann stóran fjársjóð, og seldi Major artifact fyrir mikinn pening. Peninginn notuðu þeir til að byggja kastala fullan af gildrum, sem átti að lokka minn hóp í, og til að kaupa 10 full byggða Iron Golems (þetta var MJÖG mikill peningur).
Einnig komst Fiend gaurinn yfir Tear of the gods, sem ég man ekki hvað gerir, en er afskaplega góður artifact.
Til að jafna þetta út fann minn hópur +3 Keen Vorpal greatsword, +4 Celestial Full Plate, og Staff of the Magi, svo eitthvað sé nefnt.
Í dag(nótt) kom svo hið óumflýjanlega uppgjör milli hópanna (þá sérstaklega milli Fiend gaursins og Ex-paladinsins, en paladinin minn hafði lagt sig mikið fram við að vera almennilegur við hann, þar sem fiendinn varð oft fyrir miklu aðkasti meðal manna)
Þeir komu gegnum eitthvað portal inní bæ þar sem við sváfum, og byrjuðu að reka fólk inn í portalið, við auðvitað horfum ekki upp á svoleiðis, heldur ráðumst á þá og sorcerernum tókst að gera hold monster á Black-Guardinn og barbarianinn. Svo kom paladininn minn og lamdi fiendinn með vorpal sverðinu sínu (en hann var til allrar hamingju kominn í brynju sem er fullkomlega varinn gegn critical hits). við eltum þá að lokum inní portalið og vorum umkringdir af fiendinum, nokkrum Cornugon púkum og þessum 10 iron Golems. Þar sem útlitið var ekki bjart ákváðum við að þurrka út þessa óþverrastarfsemi í einu náðarhöggi og brutum Staff of the Magi svo hann sprakk í Retributive strike. Þá dóum við allir, nema sorcererinn sem átti stafinn, en hann var fluttur á annað plane.(gerist við retributive strike í 50% tilfella). Svo að hann getur e.t.v. notað wish(eða true resurrection) til að endurvekja okkur tvo sem börðust með honum þegar fram líða stundir.
Þetta var kannski þó nokkuð powerplay, en það var mjög gaman að þessu. Sérstaklega af því að þessar tvær sub-grúppur spiluðu oft í sitt hvoru lagi og voru alveg í myrkrinu um hvað hinir voru að gera.
p.s. Þegar gaurinn minn, og hinn gaurinn hættum paladin starfinu var það við mjög undarlegar aðstæður, og við fengum sérstaka undanþágu og héldum mörgum paladin hæfileikum (sem hinn gaurinn missti vitanlega þegar hann gerðist blackguard). Og missionið með að stöðva þessa vondu fyrrum samstarfsmenn var verkefni frá kirkjunni, og í staðinn myndi minn kall fá aftur fulla inngöngu í regluna(svona hálfgert atonement).
Betur sjá augu en eyru