Hæ, vinur minn Sinzi kom með svona helvíti flotta sögu um Zapþúl. Hér er saga aðalóvinarins í flestum mínum ævintýrum, Rack.

Enginn veit í rauninni hvar eða hvernig Rack fæddist og draga það margir í efa að það sé hans rétta nafn. Rack er sagður af Quelthon útaf því að þar gerði hann fyrsta verk sitt. Hann var þá fjórtán ára og nýbúinn að uppgötva hæfileika sinn sem Wizard. Hann prófaði galdra sína í litlum bæ rétt utan við Feckel sem hét Quelthon. Sá bær brann til grunna vegna hans. Hann var þá gerður útlægur úr bænum og sviftur galdramætti sínum af Lawful Neutral Cleric af Nerull. Hann varð þá Assassin og myrti fólk til að geta lifað sjálfur. Hann hækkaði stöðugt um level. Eftir smá tíma var hann orðinn mesti Assassin síns tíma. Þá reyndi hann að myrða Clericinn sem svifti hann galdramætti sínum. Clericinn lét hann fá galdramátt sinn aftur í staðinn fyrir að fá að halda lífi. Rack félst ekki á það og myrti hann með nýja mætti sínum. Hann lagði síðan Quelthon algjörlega í eyði og efast margir um að Quelthon hafi nokkurn tíma verið til. Hann fórnaði lífi Assassins fyrir Wizard hæfileika sína. Þegar hann nálgaðist þrítugt var hann búinn að byggja reynslu sína svo mikið upp að hann prófaði galdramátt sinn á litlu Thieves Guild í Anteniu. Honum tókst vel þar upp og náði þar að drepa meira enn 30 þrautþjálfaða Rouge's. Honum datt þá í hug að reyna að ná völdum á landi. Hann reyndi að drepa kóng Anteniu enn misheppnaðist og var hann hálshöggvinn fyrir vikið. Margir segjast hafa séð hann nýlega og margir eru fastir á þeirri staðreynd að hann sé endanlega dauður. En það gæti líka verið að Rack hafi verið endurlífgaður, en af hverjum, og afhverju. Það er ráðgáta sem seint á eftir að ráðast.

Sagan er byggð á getgátum og að sögn sjónarvotta. Ekki eru til harðar sannannir að þetta hafi í rauninni gerst.