Saga Zapþúl
Maðurinn Zapþúl fæddist í litlum bæ að nafni Fecrobed í landinu Abit. Fecrobed var manna bær og foreldrar Zapþúls hétu Mádanna og Snædull. Strax á unga aldri var Zapþúl mjög stór eftir aldri og óvenju sterkur. Faðir hans átti við drykkjuvandamál að stríða og kom stundum blindfullur heim af barnum eftir erfiðan dag í vopnasmiðjunni og lúbarði móður Zapþúls og stundum hann.
Faðir hans vsr samt ekki með öllu illur heldur kenndi hann Zapþúl að fara með vopn sem honum virtist meðfætt. Þeir feðgarnir voru stundum heilu dagana að skylmast (Zapþúl vann faðir sinn oftar og oftar eftir því að hann stækkað) og komu svo þreyttir heim að borða. Þá var oftast maturinn til.
Einn daginn þegar það hafði verið erfiður dagur í vopnsmiðjunni kom Snædull hei dauðadrukkinn og öskraði á Mádönnu og byrjaði svo að lúberja hana. Zapþúl sem var aðeins 10 ára var sofandi en vaknaði við lætin og fór hann úr rúminu sínu og gægðist út um dyrnar. Það sem hann sá var faðir hans að berja móður hans. Hún var grátandi en hann öskraði á hana og hélt áfram að berja hana. Zapþúl greip ósjálfrátt sverð föður síns sem lá upp við veggin, dró það úr slíðrinu, gekk að föður sínum og hjó. Höfuðið flaug af honum og blóðið gusaðist í allar áttir. Megnið af því fór yfir móður hans en samt sullaðist smávegis á hann og gólfið.
Þau jörðuðu líkið úti í garði daginn eftir án nokkurarr athafnar. Þau söknuðun hans fremur lítið og minntust ekki mikið á hann eftir þetta. Samt var eins og það vantaði eitthvað í líf þeirra og þess vegna fór Mádanna aftur á karlafar. Hún kom með fyrsta karlinn heim sem henni leist mjög vel á. Svo eftir að hafa verið saman í tvo mánuði ákváðu þau að gifta sig. Allir voru glaðir og lífið var gott.
En þá byrjaði allt að gerast aftur. Hann byrjaði að drekka, lúbarði hana og öskraði á hana. En áður en Zapþúl drap hann sparkaði Mádanna honum út og hann kom aldrei aftur. Mádanna reyndi aldrei aftur að fá sér mann en það var sem samband hennar og Zapþúls væri að fjarlægjast með hverjum degi sem leið.
Svo var það einn daginn að Zapþúl var kominn með ævintýraþrá og fór út í hinn stóra heim í leit að ævintýrum. Og viti menn, fyrsta ævintýri sem hann lennti í var að hann var ráðinn til að drepa dreka.
Hann ásamt 5 öðrum mönnum fóru upp á fjall að nafni Damra í leit að bæli drekans.
Drekinn kom þeim öllum að óvörum og grillaði 3 menn en þá voru Zapþúl og tveir aðrir eftir. Þeir réðust á drekann en þeim til mikilla vonbrigða var hreitur drekans of hart til að hægt væri að skera í gegnum það. Drekinn var þá ekki seinn á sér heldur gleypti þá alla. En til allrar hamingju missti Zapþúl ekki sverð sitt heldur stakk því á bólakaf í tungu drekans og kom það út undir kjálka hans. Við þetta spýtti drekinn þeim út úr sér og rakst utan í óstöðugan klettavegg með þeim afleiðingum að allt heila klabbið hrundi ofan á hann og drap hann.
Zapþúl lennti á jörðinni við hliðina á öðrum manninum sem lést samstundis. Fyrir ótrúlega heppni lifði Zapþúl fallið af en hvorugur hinna gerði það.
Zapþúl lennti í mörgum fleiri ævintýrum sem væri of mikið að telja upp hér. En smám og smám saman varð hann frá því að vera Lawfull good varð hann Neutral og loks Chaotic evil.
Zapþúl ákvað að stofna her og taka yfir allt landið. Í hernum var allt sem var illt. T. d. orkar, goblinar, drowar, tröll, ogres, hobgoblins og jafnvel drekar. Her þessi var óstöðvandi nema eina leiðin til að leisa hann up var að drepa Zapþúl. (Sem var hægara sagt en gert.)
Þegar her þessi var búinn að ná öllu landinu á vald sitt nema höfuðborginni sem var það eina sem var eftir á móti honum. Þegar herinn var um það bil að leggja af stað birtist galdrahlið frá framtíðinni og út úr því steig skógarálfur. Álfurinn fór með galdraþulu og í hendi hans birtist bogi og einhver skrítin ör. Álfurinn dró bogann upp, setti örina á strenginn og skaut. Örin þaut í gegnum loftið hraðar en auga á festi og í gegnum höfuð Zapþúls á milli augnanna og í stóran stein fyrir aftan hann. Örin situr þar enn og er sagt að aðeins hinn útvaldi geti dregið hana úr steininum. Sá hinn sami og síðar mun galdra fram tímahlið og drepa Zapþúl.
Örin situr í steininum ennþá en það er búið að byggja "hús galdramannanna,, utan um hann og allir sem vilja geta reynt að draga hana úr steininum.
Hvað her Zapþúls snertir þá sundraðist hann og dreifðist víðsvegar um landið.
Landið byggðist aftur en saga Zapþúls er hvergi nærri gleymd. Fólk segir börnum sínum enn söguna af Zapþúl, besta stríðsmanns sem nokkru sinni var uppi.