Ég hef verið að spila spunaspil (ég kalla þetta hlutverkaspil sjálfur) í 12 ár. Byrjaði að væla mig inná spilagrúppu bróður míns, fékka pabba í lið með mér (það mátti ekki láta litla bróður vera útundan) Síðan var d&d - 1st edition spilað með miklum móð í nokkkur ár. Eftir það þróaðist maður yfir í add, heimurinn var greyhawk (fínn heimur) þar á eftir var maður í spelljammer og forgotten realms (það er leiðinlegur heimur). Þegar þetta var að gerast fór maður að kynnast örðum strákum sem sama áhugamál og byrjaði að spila með þeim. ohhhh þessir tímar, spila til klukkan 5 um nóttina rétt áður en maður fór í samræmt próf í ensku. En þá fór maður að stjórna, d&d, TMNT (teenage mutant ninja turtles) rifts, call of CTHULU, shadowrun, nútíma palladium (heroes unlimited, ninjas and superspies ofl.) Kynntist LARP og fílaði það í botn (hverjir hérna lörpuðu?). Síðan fór þetta að koðna niður og maður hætti að spila með bróður sínum, þessar og hinar grúppu hættu, fólk hætti að spila (börn, eiturlyf, vinna, skóli ofl stoppaði það) En ég hélt áfram og spila núna reglulega. Er í að stjórna Birthright (búin að converta add í nýja d%d) spila óreglulega world of darkness, er nýbyrjaður í dragonlance grúppu. Já þetta áhugamál hefur tekið mikin tíma hjá mér. En svona er þetta, sumir velja golf aðrir velja annað.

Siva