Krár hafa sjálfsagt þótt eðlilegur staður til að ráða til starfa þann flökkulýð sem ævintýramenn eru. Krárnar tengjast gjarnan gistihúsum, og það er þar sem þeir halda því til þegar þeir hvílast í bæjum á ferð sinni.
Þetta er auðvitað ekki vandamál nema þú sért að keyra seríu af ótengdum ævintýrum. Ef þú ert að keyra campaign með öllu tilheyrandi þá gerist þetta að sjálfu sér, þar sem hver atburðurinn rekur annan og sessionin fylgja síður þessu sama formati (vera ráðinn - kanna málið - leysa málið - fá borgað).
Svo er auðvitað annað, það ætti auðvitað ekki alltaf að vera svo að leikmönnum sé rétt eitthvað upp í hendurnar. Hvernig væri að fá þá til að ákveða sína stefnu svolítið sjálfa, eða láta þá lenda í sínum eigin vandræðum - og leysa þau, í stað þess að vera alltaf að kljást við annarra manna vandamál.
Eitt enn. Það þarf ekki endilega að byrja með öllum leikmönnum á nákvæmlega sama stað. Megnið af þeim gæti verið dormandi einhversstaðar, gerandi who-cares-what, á meðan að atburðarásin hefst hjá einum leikmanni, í umhverfi sem er honum eiginlegt.
En hér er allavega smá listi af öðrum aðstæðum sem mér koma í hug.
1) Hjá trainer
2) Í miðri bænastund/messu í musteri
3) Á hátíð eða helgihaldi
4) Hreinlega á ferðalagi
5) Í miðri orrustu
6) Í verslun
7) Misskilningur ( leikmenn fá skilaboð ætluð öðrum )
8) Einhver reynir að myrða leikmann úr launsátri
9) Veður
10) Leikmenn festast í veiðigildru (það má hafa ógeðfellt gaman af þessu ;))
11) Adventurer´s Gathering
12) Herbúðir
13) Á keppni einhversskonar, t.d. burtreiðum
Æi, ég er ekkert alltof frjór akkúrat núna, en skoðaðu t.d. bækur og kvikmyndir. Hvernig byrja þær. Notaðu sömu hugmyndir, staðfærðar og breyttar að eigin hugmyndum.
Vargu
Fleiri hugmyndir.
14) Skipsbrot, PC eru að ferðast og skipið ferst, reka á land.
15) Auglýsingar. Aðili auglýsir eftir **** mönnum til að …..
16) PC reka fyrirtæki þar sem þeir eru “Adventures for Hire”
17) Eru með umboðsmann.
18) Hálf þvingaðir. Lenta í fanngelsi og hafa að velja um x ár/dauða eða ganga í her/leysa verkefni.
19) Lenta í launsátri þjófa. Blandist með 7 eða 8 hjá Vargi
20) Allt sem ÞÉR sem DM dettur í hug.
Þetta eru bara svona basic ideur. ég mann eftir því í gamladaga (1989-95) Þá var ekki til Cyberpunk ævintýri sem byrjaði ekki á sama barnum í Nightcity. Mann ekki nafnið en það er örugglega einhvern þana sem man það.
Svo er vinnst mér skemmtilegast bæði sem stjórnandi og spilari að láta PC gera þetta svolítið sjálfir. Það gætti verið allt frá því að skoða auglýsingi í dagblaði eða poster á krá þar sem auglýst er eftir ****, eða þeir eru blankir og ætla að ræna slave masterin eða First National Bank í NY. Reyndar er þetta best í ongoing campaigni þar sem DM þekkir PC, þannig að hann veit að svona hvað hann er með í höndunum. Ef auglýsinginn notuð er gott fyrir DM að hafa svona í það minnsta 3 ævintæyri eða hugmyndir að ævintýrum/auglýsingar í huga. Það þarf ekki að vera flókið, þú gettur notað að miklu leyti sömu NPC, breytt um nöfn og gert svona smá útlitsbreyttingar. Annars er fer þetta allt eftir hugmyndafluginu.
Ég er í augnablikinu að stýra 2 campaigns (voru 3 en hinn GM tók við því). 1. er svon Sci-fi military campaign, lauslega byggt á Stargate þáttunum. PC fá þá skipanir og missions meir svona exsplore/military/espiognage. Hitt er Gurps Supers þar sem Supers kemur í öðru sæti á eftir normalinu hjá PC. Þar er þetta svona meira frjálst. Þar sem ég byrjaði með Pilot ævintæyri en svo kemur á eftir svona meir Roleplay þar sem PC byggja sig upp sem svona persónur og búa hálfpart til sín eigin vandræði. Ég útvega kringumstæður, NPC, heiminn og andrúmsloftið þeir sjá um restina.
PS: Afsakið hvað þetta er langt.
Kettir eru fremur viðkvæm dýr sem geta þjáðst af ýmsum kvillum. Ég hef þó aldrei vitað til þess að köttur ætti erfitt með svefn. Joseph Wood Krutch
0
Barin í Cyberpunk heitir Forlon Hope og var samkomu staður Central American War Veterans þar sem PC-arnir feingu mission einungis ef þeir kynntust fastagestunum á staðnum.
0
Þessi campaign hjá þér hljóma vel. Gallin er að hjá minnni grúbbu eru allir spilararnir svo ungir að þeir reyna alltaf að berja í graut hvern einasta npc sem ég kem með til að “húkka” þeim inn í ævintýrið. Yfirleitt enda allir characterarnir í djeilinu eða gálganum eftir kvöldið…
0
Úff, fyrst svo er komið er bara spurning hvort þú eigir að vera að nenna þessu.
0
P.S. Andlega dauðir. Aldur kemur málinu lítið við nema þeir séu þeim mun yngri (undir tíu ára)
0