Komið sælir félagar.

Því miður hittist enn og aftur svo á að Fáfnismótið verður haldið um Skjálfta helgi en verðum einfaldlega að láta okkur hafa það. Ég hef engar áhyggjur af því að við náum ekki að fylla mótið.

Skráning stjórnenda er hafin. Til að skrá þig sem stjórnandi þá annað hvort sendir þú tölvupóst til thestone@simnet.is eða hringir í síma 698-0055.

Það sem taka þarf fram er:
Nafn.
Aldur.
Hversu lengi þú hefur stjórnað.
Sími.
Netfang.
Kerfi.
Aldurstakmark spilara.
Reyk/reyklaus.

Skráning spilara hefst síðan vikuna fyrir mótið eða 3.-8. júní og verður skráningin frá kl 19:00-22:00. Einhver spurði hvort þetta væri ekki knappur tími. Ég get ekki séð að 5 dagar og samtals 15 klst. sé knappur tími. Þýðir að ég get eytt 11 mínútum í hverja skráningu :) Síðast byrjaði ég að skrá þrem vikum fyrir mót og eins og Íslendingum er lagið þá voru flestallar skráningarnar síðustu vikuna.

Hlakka til að sjá ykkur.

Kveðja,
-Steini

Ps. Ef þú hefur einhverjar spurningar þá endilega hringdu í síma 698-0055 en helst ekki á morgnanna því þá er ég sofandi eftir næturvaktir :)
Kveðja,