Ég verð að segja að ég missti fyrir löngu trúna á TSR og þeirra framleiðslu. AD&D kerfið gamla var svo veruleikafyrrt og gallað að mér datt ekki í hug að svo mikið sem virða það viðlits.

Ég fjárfesti svo í eintaki af nýju útgáfunni, sem ber einfaldlega titilinn Dungeons & Dragons, 3rd Edition (Búið að fella niður “Advanced” forskeytið), eftir að hafa kynnt mér ritdóma á netinu. Ég verða að segja að ég varð síður en svo fyrir vonbrigðum. Það er búið að umturna kerfinu, og slíta frá alla stærstu gallana. Fyrir utan það að losna við hluti einsog ThAC0, og Proficiencies, og fá í staðinn Skills, er búið að gera bækurnar sjálfar (Players Handbook, og Dungeon Masters Guide) að miklum listaverkum. Mun ýtarlegar er fjallað um alla þá hluti sem máli skipta, vandaðri útskýringar og greinilegri. Allur frágangur bókanna er til mikillar fyrirmyndar, og síðast en ekki síst kosta bækurnar ekki nema rétt rúmar 2000kr, hvor fyrir sig. Húrra fyrir Wizards of the Coast! Þetta endurvekur áhuga minn á að spila aftur fantasíu af gamla skólanum… og hver hélt að það gæti nokkurn tímann gerst aftur.

Með bestu spila-kveðjum,

Vargur
“Self Proclamed Veteran GM”
(\_/)