Hver veit ekki hverjir TSR eru/voru?(Þetta gildir bara um Roleplay nötta). TSR er án efa eitt virtasta fyrirtækið í þessum bransa en fyrir nokkrum árum voru þeir næstum gjaldþrota? Margir segja að helsta ástæðan fyrir því hafi verið sú að AD&D second edition væri yfir höfuð slæmt kerfi miðað vði þau kerfi sem voru komin út, eins og White Wolf Storyteller kerfið og mörg önnur. Aðrir segja að TSR hafi verið of latir að gefa út beginner modules svo að byrjendur gætu kynnst kerfinu. TSR gaf þá út frekar mikið af high-level ævintýrum, sem var slæmt vegna þess að gömlu kempurnar voru flest allir farnir í Storyteller kerfið. Þetta endaði með því að Wizards of the Coast, útgefendur Magic the Gathering, keyptu fyrirtækið. Smátt og smátt byrjaði fyrirtækið að endurbyggja sig en það olli því að fyrirtækið snéri baki við mörg af eldri heimum sínum (campaigns), Einu heimarnir sem þeir supporta officially núna eru Forgotten Realms og Dragonlance. Þeir gáfust upp á Ravenloft (koma að vísu skáldsögur af og til), Dark Sun(einn flottasti heimurinn en hann varð aldrei mainstream) og margir aðrir. En núna hefur TSR risið eins og Fönix, sérstaklega þar sem Baldur's gate leikirnir, Planescape Torment og Icewind Dale hafa notið mikilla vinsælda. En eftir að ég keypti mér D&D 3rd edition tók ég eftir að það er búið að fjarlægja TSR logoið og nafnið af flest öllu. Maður sér ekki TSR neins staðar á Baldur's Gate Shadown of Amn eða nýju bokunum. Margir segja að Wizards of the Coast hafi haldið að nafnið myndi fæla burt “potential Buyers”. Ég vona bara innilega að TSR nafnið snúi aftur því að í mínum augum mun ég ekki líta á þetta sem D&D nema gamli TSR skjöldurinn sé kjöl bókarinnar.
<br>
<br>
Endilega replya og express your opinions á þessu Wizards of the Coast/TSR incident.
<br>
<br>
Annars er hér smá mynd sem ég teiknaði fyrir all löngu, smá fantasí fílingur í þessu vegna opnunar hugi.is/spunaspil.
<a href="
http://www.simnet.is/hangar/gif/sketches/skelemage.gif">Skeleton Mage</a
[------------------------------------]