Yfirleitt þá er ég búinn að búa til helstu Npc, annars hvet ég þig til að búa til Npc fyrifram sem eru bara aumingja sakleysingjar….þannig að ef að Playerarnir halda að þeir hafi eitthvað gruggugt í pokahorninu og ákveða að stúta þeim. Þá læturðu bara arm laganna stúta greyið Player characterunum.
Ok þú ert að labba eftir laugarveginum og svartklæddur, hávaxinn maður stoppar þig og kynnir sig sem Darthmar….ekki dregur þú upp vasa hnífinn þinn og stútar honum? Nei þá ertu orðinn eltur glæpamaður og eltur af armi laganna.
Annars bý ég yfirleitt til kort af heildarsvæðinu áður en ég byrja campaign og bý til helstu landshluta og borgir+Npc. Annars mæli ég með því að skrifa alltaf niður nöfn á Npc….spilarar hata þegar þú ert allt í einu búin að gleyma Rebeccu, sætu bóndastelpunni sem þeir björguðu frá goblinum í einu af fyrstu ævintýrunum….hún var kannski minor npc enn einn playerinn þinn var löngu búinn ákveða að hann ætlaði að safna stórum fjársjóði og koma svo aftur að giftast henni.
Annað er að aldrei þykja vænt um npc, spilarar eiga alltaf eftir að finna upp eitthver ráð til að stúta uppáhalds npc, það er ekki af því að spilararnir eru svo illgjarnir og vondir, það bara gerist stundum óvænt.
Vondu kallar berjast ekkert alltaf til dauða….þegar villain sér að spilið er tapað þá reynir hann auðvitað að flýja og svo dúkkar hann upp í seinni ævintýrum til að klekkja á spilurunum….og þá þróast upp villain sem spilararnir elska að hata. Ég veit að það er klisja en þegar uppáhalds vondu kallarnir mínir deyja, þá vill það oft til að þeir falla fram af klettum eða farast í stórri sprengingu, þannig að líkið af þeim finnst aldrei….(you can guess the rest) Ekkert er skemmtilegra en gott comeback frá villain.
Alltaf þegar ég ákveð að stjórna campaign, þá byrja ég að hanna campaignið, læt svo spilarana búa til characters (þá geta spilarar jafnvel búið til heilu þorpin eða bæi í kringum persónurnar sínar) svo ef spilararnir vilja vera þáttakendur í aðalævintýrinu þá verða þeir að skila inn character background. Svo nýti ég bakgrunn persónanna til að búa til aðalsöguþráðinn. Þegar ég plotta campaign svona þá eru það spilararnir sem eru í aðalhlutverki, og eins og í öllum góðum ævintýrum og sögum, þá fjallar sagan um aðalpersónurnar, ekki eitthverja vitleysinga sem ráfa bæ úr bæ og stúta eitthverju hyski, eða dýflissu úr dýflissu að útrýma eitthverju hyski.