Ég hef verið að velta fyrir mér mismunandi stjórnanda stíl þeirra sem ég hef spilað í gegnum árinn og borið það saman við minn eiginn. Hefur það velt upp þeirri spurningu hjá mér um hvernig félagar mínir á huga.is standi að sínum stjórnenda störfum.

Að því búnu spyr ég hvernig standið þið að málumm eins og kortagerð og NPC-gerð? Hjá mér sjálfum hefur það venjulega gerst á staðnum og hefur það svo sem verið allt í lagi. En nýlega hefur komið upp sá vandi að ég er farin að gleima nöfnum NPCa og einig svo að ef ég kem með NPC þegar tilbúinn ganga spilarnir út frá því að sú persóna sé með eitthvað gruggugt í pokahorninu eða þá hreint út sagt óvinur. Með kortinn hef ég ekki mikið að seigja nema það að ég held að þau líði fyrir einfaldleika sinn en sjaldan nenni ég að teikna kort fyrir framm þar sem ég veit aldrei hvert æfintýrið fer eftir fyrstu 15 mínóturnar….

Svo ég spyr hvernig er ykkar aðferð til að koma af stað góðu spunaspili?
_____________________