Nemendur listaháskóla íslands sýna nú (til 20.maí) útskriftarverkefni sín og kennir þar margra grasa og blóma.
meðal verka þar er heimildamynd um spunaspil á íslandi eftir hugleik, þar sem tekin eru viðtöl við ýmsa mógúla spunaspils á íslandi, allt frá terry gunnel til ingó-ex og hafa þeir frá hinum ýmsu áhugaverðu og skemmtilegu að segja.
nú þegar hef ég séð þessa mynd tvisvar, og fannst mér hún bara betri í seinna skiptið sem ég sá hana.
saga spunaspils er rakin frá sögulegu sjónarmiði íslendinga sem voru nokkurn vegin spilarar í upprunalega ævintýrinu. sagt er frá sambandi stúlkna við spunaspil og hinum ýmsu heimum og kerfum ásamt sögunum sem fylgja óhjákvæmilega í góðra manna hópi.
myndin er sýnd í húsi listaháskóla íslands við laugarnesveg 91 (held að það sé 91) til og með 20. maí frá klukkan 13 til 18 (samkvæmt auglýsingu allavega) og ég mæli með að fólk kíki á verkið.
bj0rn - …