Morgunn einn rís sólin ekki. Myrkur grúfir yfir öllu og það er hrollkalt. Golan ýfir upp ryk af margförnum vegunum en fljótlega fer að hvessa. Þetta er enginn venjulegur stormur, heldur ýlfrandi, brjáluð barátta endalausra vindhviða sem virðast koma úr öllum áttum, þær skella hvor á annarri og glíma hátt yfir landinu. Greinar, fuglar og plöntur, allt saman þýtur um í storminum, hátt upp í loft.
Síðan hefst regn, og él, og snjór, allt í einu á ómögulegan hátt, um leið slær niður eldingum og hvirfilbyljir æða yfir landið. Jörðin skelfur, og klettar takast á loft og skella niður sem lífshættuleg rigning ofan úr myrkrinu. Fólk er úti stendur kremst til bana er klettarnir skella á þeim, eða þegar það fýkur utan í byggingar. Þök rifna og hrynja, hross fjúka eins og laufblöð eftir vegunum og tré rifna upp með rótum.
Allan daginn, æðir stormurinn yfir landið, allt þar til að kveldi. Nóttin fellur sannarlega yfir landið, -með svo miklum drunum að jörðin nötrar, svo að allar lifandi verur falla niður á kné. Síðan er dettur allt í dúnalogn, og um leið koma stjörnur himinins fram…
Er áhuga þinn vakinn? Langar þig til að vita meira? Nú er að fara í gang PBEM þar sem aðallega verður spilað á íslensku. Það eru komnir nokkrir spilara en enn má bæta við, þar sem einn hætti við.
En hvað er PBEM? Play-by-email roleplaying game, spunaspil í gegnum internetið. Rétt eins og venjulega þegar spunaspil eru spiluð er einn stjórnandi sem póstar stöðu fyrir spilurum, þeir vinna síðan úr henni, rétt eins og venjulega. Nema í stað þess að þú, sem spilari, segir stjórnandanum hvað persóna þín gerir þarftu að skrifa það og fyrir vikið verður yfirleitt mun meira um roleplay. Það er mín reynsla að spilarar komast betur inn í persónuna sína og fyrir vikið hafa meira gaman af henni. Oftast er nóg að kíkja á tölvupóstinn sinn tvisvar í viku og pósta þá, en það þýðir að spilararnir hafa meiri tíma til að hugsa um hvað persóna sín ætlar að gera eða segja. Bardagar, öll surprise(óvæntu)köst, saving(björgunar)köst og ability(eiginleika)köst er unnin af stjórnanda. En spilaranir fást við að spila úr bardögum, bjarga prinsessunni frá illa drekanum og leysa gátuna!!!
Það vantar enn spilara. Einhvern sem nennir að athuga tölvupóstinn sinn tvisvar í viku, hefur gaman af því að skrifa stutta pistla um persónur sínar og er góður spunaspilari. Ekki væri verra að þekkja AD&D því það er kerfið sem verður notað. Fyrir því er einföld ástæða, ég þekki ekki nógu vel 3rd edition.
Áhugasamir hafið endilega samband ef ykkur langar til að taka þátt!