Þetta ævintýri er eitt af þeim bestu sem ég hef lent í, það er stútfullt af gátum, skrímslum, og nýju fólki. Hér ætla ég að segja frá því:
Character levels 10-12 2-5 players
Sagan byrjar þannig að allir meðlimir sögunnar byrja í bæ í Imanhum eyjaklasanum. Masterinn verður að fá playerana til að taka þátt í verkefni við að bjarga eyjunum frá algerri eyðileggingu. Það eru 16 eyjur í klasanum og þær eru smátt og smátt að leggjast í eyði. Það er þegar búið að eyðileggja 4 og það verður að stoppa þetta kvikindi sem er að þessu. Svo kemur að því að þegar þeir fara á eina eyjuna fara þeir með litlum Gnome thief að nafni Batshar. Þið farið að eyju þar sem að það er bara einn einsetumaður, hann segir ykkur söguna af þessu kvikindi. Sagan byrjar: ,,Þessi óvættur sem arkar hér um eyjarnar og veldur algjörri eyðileggingu er fyrrum prestur sem bjó á Izrum Isle. Hann fékk eitt lítið party til að finna 3 gimsteina sem eru afar valdamiklir. Partyið náði steinunum og þegar þeir létu hann fá steinanna mælti hann: ,,traust er bara fyrir þá heimsku og á dauðu“ svo reið hann burt. Hann notaði steinana í eigin þágu og varð þá svo valdamikill að hann varð geðveikur. Hann var í svörtum klæðum og fékk einhverjar klær á bakið. Nú er hann að drepa fólkið á þessari eyju, þið verðið að stöðva hann.” Þegar hann lýkur við þessi orð koma klær í gegnum hann og hann sogast upp arininn. Svo heyrist hvíslað einhverja þulu í loftinu og hendur byrja að koma upp úr jörðinni það eru undead. Eyjarna rhalda síðan áfram að eyðast og síðan endar ævintýrið á því að þeir mæta verunni í aðalbænum þar sem hún er búin að drepa alla. En ég er því miður ekki með stats fyrir veruna en það er alveg hægt að gera það sjálfur. Þetta er ekki fullkláruð saga, þetta var bara til að gefa ykkur hugmynd að sögu.