Þann 10.-11. apríl næstkomandi verður haldið stórmót á vegum Nexus, og fer það fram í Rimaskóla. Þar verður boðið upp á kennslu í spunaspilum auk þess sem spiluð verða 2 tímabil. Það er von mótshaldara að hægt verði að bjóða upp á virkilega fjölbreytt og skemmtileg borð og þar kemur að ykkar þætti.
Það vantar stjórnendur á… þetta mót. Sama hvaða kerfi, hvaða heimur, ef þig langar til að stjórna því, vertu endilega í sambandi. Það þarf ekkert endilega að vera með mikla reynslu af því að stjórna á mótum, þar sem stjórnendum verður boðið að mæta og hitta mótshaldara nokkru fyrir mót þar sem farið verður yfir helstu
grunnþætti þess að stjórna á mótum.
Ef þú hefur áhuga, sendu tölvupóst á spunaspil[hjá]internet.is.