Hann hafði fylgst með henni alveg síðan hún steig fæti inn fyrir borgarhliðið. Hann gerði allt sem hann gat til að fræðast
um stúlkuna sem virtist ekki hafa hugmynd hvað hún væri að gera í þessari borg, en hún virtist hafa einhvern tilgang ú huga
svo hann elti hana. Banner hugsaði með sjálfum sér hversu auðvelt það yrði að féfletta þessa snót. Hann læddist hljóðlega á eftir henni, hljóðlaus eins og sólargeisli sem myrkrið gleypir í sig. Hann átti heima þarna á götum Graywall og enginn heyrði
hann nálgast nema hann vildi það. Hann fylgdist með henni fara inn á krá og hugsaði með sér: “Hvaða erindi á hún inn á Fláða Hundinn?” Hann gerði sig líklegann til að elta hana inn en þegar hann kom að dyragættinni féll hann allt í einu kylliflatur á bakið. “Hvað gerðist?” Hugsaði Banner með sér. Hann leit upp og sá hvar stúlkan stóð við hlið mínótárs og þetta var enginn venjulegur mínótár, þetta var Drexle… Betra að hafa hægan á fyrst hún þekkti þann bola… Allir vissu að Drexle átti enga vini því hann átti það til að borða “vini” sína.
————————–
Hún saknaði víðáttunnar sem hún aldist upp í. Henni fannst hún einmanna, ættbálkurinn hennar hafði gert hana útlæga. Þau sögðu hana hafa reitt guðina til reiði með gjörðum sínum. Það eina sem hún gerði var að hefna fyrir morð bróður síns. Þessir skítugu djöflar áttu ekki rétt á að lifa eftir að hafa tekið frá henni það sem gaf henni tilgang, og það að þeir fláðu bróður hennar fyrir húð hans var meira en hún þoldi. Hún rakti slóð þeirra af einstakri færni, hún var ekki eins fær og litli bróðir hennar en samt nógu góð til að elta þessi hund-menni. Hún hefði heyrt hlátur tístið langt að og þegar hún sá að húð bróður hennar var notuð til þess að fela nekt sonar höfðingja hennar fylltist hún bræði. Það var eins og náttúruöflin söfnuðust saman í hjarta hennar og hún felldi hvern einasta í þorpinu þeirra. Hún vaknaði í tjaldinu sínu alblóðug sofandi á húðum hvers hund-manns úr þorpinu.
Amayeta kom inn um hlið Graywall óstyrk og áttavillt. Þetta var í fyrsta skipti sem hún hafði komið inn í “borg. Tengslin við náttúruna í borginni voru mjög lítil og borgin lyktaði eins og skíturinn sem safnaðist alltaf við rót rófunnar. En hún hafði heyrt að sonur varðmanns völundarhússins héldi til hér. Hún spurði til vegar og eftir mikið streð við að læra á þennan nýja skóg fann hún aðsetur sonarins. Kráin var eins og við var að búast nema hvað að eini viðskiptavinurinn var mann-bolinn. ”Drexle Brutix!? Ef þú gerist verndari minn sver ég við blóð mitt sem prinsessa Artan skógar að skuld ættar þinnar verði að fullu greidd og faðir þinn mun öðlast frelsi við næsta fulla tungl.“ Sagði hún með krafti frumaflana og er hún skar í lófa sinn sagði mann-bolinn: ”Amayeta, prinsessa Artan, verndari skógarins! Ég fellst á skilmála þína og bind orð þín í blóði mínu.“
————————–
Drexle hafði búið í Graywall frá því hann fékk sín fyrstu horn, hann var sjö vetra gamall þegar hann var fluttur til borgarinnar sem bardaga þræll fyrir Linhausinn sem stjórnaði hringnum. En áður, já áður… þá var hann frjáls. Hann var partur af stórri stríðshjörð sem þvældist um óbyggðirnar og tók það sem hún vildi. Enginn gat stöðvað þá, ekkert afl svo máttugt að það gat ráðið niðurlögum hjarðarinnar, hún var óstöðvandi… eða svo hélt hann. Hlauparinn hafði komið auga á þorp af skiptingum og því átti að kremja þá undir hófum hjarðarinnar. Skiptingakjöt var það besta sem hann fékk þegar hann var ungur, því yngri skiptingur því betra var kjötið. Hjörðin var sterk, hún var náttúruafl og þess vegna átti enginn von á því sem gerðist næst. Í stað þess að flýja þá stóðu þessir skiptingar gegn hjörðinni. Höfðingi þeirra þar fremstur í flokki stakk staf sínum í jörðina og kallaði fram jarðar-guð. Fleiri náttúru-guðir bættust í hópinn strax í kjölfarið og andar töfðu fyrir restinni. Því næst kom regnið, örvarnar sem ringdu yfir hjörðina skyggðu fyrir sólu en dulin orka þeirra lýsti upp landsvæðið í kring. Faðir Drexle var sá eini sem gat hjálpað þeim á þeirri stundu, því hann var Vörður. Hann ruddist í gegnum örva regnið, mölvaði stærsta jarð-guðinn og þeystist í átt að höfðingjanum á sama tíma og hann umbreyttist í form þrumufleygsins og laust niður í höfuð hans. Drexle man frekar lítið eftir því sem kom í kjölfarið annað en að kona höfðingjans lagði bölvun á hjörðina. Hjörðin var send til Völundarhússins og dæmd til að dvelja þar þar til skuld hvers og eins hefði verið borguð í blóði.
Þeir sem eftir lifðu af hjörðinni voru ekki þeir einu sem gerðu Völundarhúsið að heimili sínu. Það voru nokkrir Linhausar sem bjuggu þar líka, nema þeir gátu komið og farið að vild. Einn af öðrum var hjörðin felld í völundarhúsinu af Linhausunum… lík bolanna fundust á víð og dreif og búið að éta innan úr höfði þeirra. Drexle átti að verða næsta máltíðin en faðir hans gerði samning við Linhausana. Drexle lifði og faðir hans myndi fanga þær verur sem kæmu inn í Völundarhúsið svo að Linhausarnir þyrftu þess ekki. Linhausunum virtist lítast vel á þessa hugmynd því þá þyrftu þeir ekki hafa fyrir því sjálfir, þeir settu hinsvegar tvö skilyrði… að allir nema faðir hans væru matur í völundarhúsinu og ef hann myndi flýja að þá yrði sonur hans settur á matseðilinn…
Þegar Drexle var átján vetra gamall var hann ósigraður meistari hringsins. Linhausinn sem átti hann lagði undir mikil verðmæti á hann fyrir stóran bardaga sem hann svo tapaði. Drexle hafði aldrei séð Linhaus sýna reiði en það sem hann sá það kvöld hræddi hann mikið. Linhausinn ætlaði að drepa hann, svo Drexle drap hann á undan og flúði hringinn. Hinir Linhausarnir reyndu auðvitað að ná honum aftur en þeir fóru sömu leið og sá fyrri… Stuttu síðar fékk hann skeyti frá vörðum borgarinnar um að hann væri frjáls svo lengi sem hann héldi sig frá Hringnum og þeim svæðum borgarinnar sem Linhausarnir áttu til að halda sig í.
Það runnu á hann tvær grímur þegar hann sá að Skiptings stelpa gekk inn á kránna sem hann ”átti.“ Miðað við klæðaburð þá giskaði hann á að hún væri af aðalsætt og þegar hún kynnti sig sem ”Amayeta Natuura“ fylltist hann sorg og reiði á sama tíma. Þetta var höfðingjadóttirin af þeim ættbálki sem sendi hann í Völundarhúsið. Hann var nærri búinn ráðast á hana þegar hún bauðst til að frelsa föður hans gegn því að hann yrði lífvörður hennar. Það var enn von, svo hann samþykkti boð hennar.
Allt í einu fann hann kunnuglega lykt. Skiptings skömmin hafði vakið athygli, sennilega vegna þess að hún hafði aldrei farið út fyrir skóginn sinn. Hann sagði aðeins eitt orð: ”Banner!" og stóð upp, gekk að dyrunum, opnaði og kýldi mannfíflið beint í smettið, þorparinn féll harkalega í gólfið…