Þar sem ég stefni á að stjórna einu slíku spili á komandi stórmóti þótti mér réttast að skrifa smá umfjöllun um Burning Wheel kerfið, nánar til tekið um revised útgáfuna.

Burning Wheel er indie kerfi (þ.e.a.s. independant publish) sem Luke Crane hefur mestan heiðurinn af. BW er reyndar eina kerfið sem ég veit að Luke Crane hefur unnið að, en kerfið hefur þróast út í setting eins og Burning Empires (future setting með nokkrar nýjar reglur), The Blossoms Are Falling (feudal Japan setting) og Burning Sands (mið-austurlanda setting). Auk þess hefur Luke Crane unnið með David Petersen og þeir búið saman til Mouse Guard spil sem notast við BW kerfið. Stærsta verkefnið er þó Burning Wheel, Revised edition, sem nú inniheldur bækurnar Burning Wheel, Character Burner, Monster Burner og Magic Burner. Þar sem ég á ekki Magic Burner og hef aldrei lesið hana þá mun ég ekki fjalla um hana hér en mun þó skrifa eilítið um hinar.

Burning Wheel
Líkt og allar bækurnar þá er aðalbókin skrifuð með þeim hætti að Luke virðist vera að tala beint við mann og útskýra hvernig kerfið virkar. Það gerir bækurnar mikið þægilegri í lestri eða gefur að minnsta kosti nýja sín á kerfið. Lesandinn fær oft að vita hvað Luke var að hugsa og hvað honum finnst, og það finnst mér vera nokkuð góður kostur.
*
Bókin er í þrem flokkum: the Hub, þar sem grunnreglurnar eru; the Spokes, með einfaldari reglurnar; og the Rim, þar sem flóknustu reglurnar eru. Tekið er fram að hægt er að spila BW með bara Hub og Spokes, en áhugaverðustu reglurnar að mínu mati eru í the Rim.
*
Grunnkerfið er að spilararnir kasta ákveðnum fjölda d6 og telja successa (að því leyti er þetta kerfi svipað World of Darkness). Hver stati hefur ákveðinn skugga sem ákveður hvað teningurinn þarf að sýna til að teljast success: Svartur (4-6), grár (3-6) og hvítur (2-6). Þetta er borið saman við erfiði sem stjórnandinn hefur þegar ákveðið.
*
Burning Wheel gengur mikið út á samvinnu milli stjórnandans og spilarana í flestu, þar á meðal í að skapa heiminn. Gott dæmi um það er Circle kerfið. Ef þú lendir á stað þar sem þig vantar aðstoð við eitthvað getur þú kastað Circle til að ‘búa til’ NPC sem karakterinn þinn þekkir (og hefur lengi þekkt). Eftir því hversu fjarri þessi NPC er karakternum í persónuleika og starfi, og hversu góðri aðstöðu hann er til að hjálpa, þeim mun erfiðara verður Circle kastið. Ef kastið mistekst þarf það ekki að þýða að NPCinn sé ekki til, heldur má stjórnandinn ákveða að þessi tiltekni NPC þoli ekki eða jafnvel hati karakterinn (“þú finnur smiðinn sem var gamall góðvinur þinn, en hann hefur komist að því að þú hefur átt í ástarsambandi við konu hans og hefur verið að bíða eftir tækifæri til að hefna sín”).
*
Annað kerfi sem BW hefur fengið lof fyrir, og mér finnst vera eitt það besta á sínu sviði, er bardagakerfið. Ólíkt kerfum eins og D&D þar sem eru umferðir þar sem allir bíða eftir að fá að gera, þá gera allir á sama tíma í BW. Hver umferð hefur 3 volleys og ákveðinn stati ákveður hversu of þú gerir í umferð og hversu oft í volley. 1 leyfir þér að gera einu sinni í umferð í einu volley, 3 leyfir þér að gera þrisvar í umferð og einu sinni í hverju volley. Oftar en það og þú ferð að gera oftar í hverju volley. Þegar umferðin byrjar sestu með blað og skrifar hvað þú gerir í hverju volley. Þú segir aldrei hvað þú gerir eða sýnir hinum. Allir gera það sama, þannig að þú veist ekki hvað andstæðingurinn mun gera. Þegar allir eru tilbúnir sýna allir hvað þeir ætla að gera á sama tíma og bera saman. Bannað að breyta. Kerfið gerir það að verkum að þú þarft að geta lesið andstæðing þinn og bardaginn virðist mun raunverulegri. Ef þú ákveður að verja þig ekki stendur ekkert á milli þín og komandi árásar nema brynjan þín, og hún er ekki alltaf nóg.
*
Enn eitt kerfi sem BW hefur fengið lof fyrir er sérstakt kerfi til að þróa karakterinn þinn. Það er ekkert XP kerfi í BW. Þú hækkar ekki um level (eins og í D&D) og þú getur ekki notað XP til að hækka þá stata sem þú vilt (eins og í WoD). Í staðinn merkirðu við þegar þú notar stata og berð saman við ákveðna töflu. Þegar þú hefur notað statann ákveðið oft þá hækkar hann um einn og þú byrjar að merkja við upp á nýtt. BW býður þannig upp á ákveðið þjálfunarferli í spilinu, þar sem mest notuðu statarnir hækka mest og hraðast.

Character Burner
Í start-pakkanum eru Burning Wheel og Character Burner. Í bókinni sem ég skrifaði um hér að ofan eru bara reglurnar sem þú þarft til að spila, en reglurnar til að búa til karakter eru allar í Character Burner. Þess vegna eru þessar tvær bækur seldar saman.
*
Þegar þú byrjar að búa til karakter byrjarðu á að velja Stock. Stock er í rauninni það sama og race í D&D. Í Character Burner eru fjögur Stock til að byrja með. Þar eru reglur til að búa til Dverga, Álfa, Menn, og Orka (sem eru ekki cute & cuddly eins og í D&D v3.5).
*
Á eftir Stock koma Lifepaths. Þetta er það sem gerir karakterana í BW svo mikið litríkari að mínu mati heldur en í D&D. Lifepaths eru í raun störf eða tímabil í lífi karaktersins þar til spilið sjálft byrjar. Það eru engir Classar í BW. Einn karakter gæti hafa fæðst í borg, farið í nám, síðan gengið í herinn, þar fundið trúnna og farið í klaustur, og þaðan orðið prestur. Ekki nóg með að karakterinn hefur nú fengið smá baksögu heldur hefur hvert Lifepath ákveðið mörg ár sem tekur að klára það Lifepath þannig að byrjunaraldur karaktersins ræðst af þeim Lifepaths sem hann tekur.
*
Þó að það sé ekkert ákveðið setting í BW er frekar augljóst að Luke Crane og hans lið hafi fengið mestan innblástur frá Lord of the Rings, og sá fílíngur skýn gjarnan í gegn.
*
Helsti gallinn við Character Burner kerfið er að Stocks eru misgóð. Álfar eru til dæmis miklu öflugri heldur en Menn, og Dvergar eru það reyndar líka. Luke veit alveg af þessu og nefnir það meira segja í bókinni. Hugmyndin er ekki að gera karaktera sem eru allir jafnir heldur gera karaktera sem eru litríkir og gera spilið skemmtilegra. Fyrir reynda spunaspilara er þetta kannski ef til vill kostur, en fyrir þá sem þola ekki að einhverjir eru betri en þeir þá er þetta nokkuð stór galli.

Monster Burner
Þetta er að hluta til bók sem samsvarar Monster Manual, en aðal hugmyndin að þessari bók er kerfi til að búa til skrímsli og hvað eina til að henda á móti spilurunum.
*
Fyrstu kaflarnir fjalla einmitt um hvernig eigi að búa til skrímsli fyrir BW, skref fyrir skref, og til aðstoðar notar Luke dæmi þegar hann bjó til dreka eftir þessu kerfi (drekan má svo finna í lok bókarinnar). Auk þess eru hér leiðbeiningar til að búa til þín eigin Stock og Lifepaths.
*
Miðhluti bókarinnar kynnir til sögunnar fjögur ný Stock, þannig að nú geta spilararnig búið til karaktera sem eru Rodens (hugsið Reepicheep úr Narníu eða Mouseguard), Great Spiders (eins og kvikyndið úr Hringadróttins sögu, sem Fróði lenti á móti í Mordor), Tröll (eins og íslensku tröllin eða þau sem voru í Hobbitanum, ekki þessi í D&D), og Great Wolves (hugsið úlfarnir úr Princess Mononoke). Öll eru þau með sín eigin Lifepaths og gefa einstakan lit í spilahópum.
*
Lokakaflinn er svo einskonar Monster Manual, með smá lista yfir hin og þessi skrímsli sem Luke eða lið hans hefur skapað og notað í BW. Þar á meðal drekinn sem Luke bjó til með reglunum sem finnast í byrjun bókarinnar, sem og önnur kvikyndi bæði úr fantasíum og trúarbrögðum.

Að mínu mati er BW einstaklega vel gert kerfi sem hugsar meira um karakterana og að búa til góða sögu heldur en strangar reglur. Helsti gallinn við þetta kerfi, að mínu mati, er fjöldi möguleika. Til dæmis er gríðarlegur fjöldi Skilla í bókinni sem ná yfir allt svo lítið sem að grafa skurði upp í að drekka áfengi upp í að nota ákveðin vopn. Þessi gríðarlegi fjöldi veldur því að sumir skillarnir hreinlega gleymast og verða ekki notaðir, enda er listinn allur í bókinni en ekki á charactersheetinu eins og í D&D.

En þá komum við líka að einu af því besta við kerfið. Möguleikarnar eru gríðarlega miklir og þú getur nánast gert hvernig karakter sem þú vilt. Enda er það mikilvægast og skemmtilegast.

Ég get að sjálfsögðu ekki komið öllu að sem ég myndi vilja, en þetta er það helsta sem ég vildi koma að.
Einnig bendi ég á eftirfarandi slóðir fyrir áhugasama:
http://www.burningwheel.org/
http://en.wikipedia.org/wiki/The_Burning_Wheel
http://www.rpg.net/reviews/archive/10/10166.phtml