Næsta miðvikudag verður lokað fyrir skráningu stjórnenda. Skráning hefur gengið vonum framar og verður boðið upp á 7-8 borð á hverju tímabili. Þá stefnir í að 3 kvenstjórnendur verði á mótinu, sem er mjög jákvætt. Margir hafa lýst yfir áhuga á að mæta, þannig við viljum og getum bætt við okkur einu borði eða svo á hverju tímabili.
Ljóst er að margir af allra bestu stjórnendum landsins munu stjórna á mótinu og því er hægt að lofa góðri skemmtun.
Í boði verða því 35-40 sæti á hverju tímabili. Fjölmörg kerfi verða í boði og mun skráning spilara hefjast eftir helgi. Skráningin verður með örlítið uppfærðu sniði í þetta skipti og mun, að mestu leyti, fara fram á netinu. Þó ber enn að greiða fyrir mótið í Nexus.
Það kostar 750 kr. að taka þátt á hverju tímabili, en 1750 kr. ef spilað er öll tímabilin. Öllum er velkomið að taka þátt og munum við reyna að tryggja, að sem flestir fái að taka þátt.
Eftirfarandi kerfi verða í boði:
Dungeon's&Dragons 4th edition
Dungeon's&Dragons 3.5
World of Darkness
Vampire the Requiem
Call of Cthulhu
Pathfinder
Waste World
Palladium
Burning Wheel
Song of Ice and Fire
Sturlunga
Houses of the Blooded
Star Wars D6 (með uppfærslum stjórnanda)
Dark heresy
Mbk,
Þorsteinn Ma