Trutys ef þú vilt komast í hóp þá hvar ertu á landinu?
Spunaspil er leikur þar sem þú getur gefið hugmyndafluginu lausan tauminn og samt haft það einhverja challenge að gera hluti (eins og að berja risann, opna lásinn, klífa fjöll og kasta galdri) með hjálp reglna.
Oftast eru 3-5 spilarar í hóp og einn DM (stjórnandi). Hlutverk stjórnandanns er að halda utan um heiminn og reglurnar í honum en spilararnir búa sér til persónur í heiminum, sem að sjálfsögðu þurfa að fylgja reglunum.
Þegar búið er til persónu í t.d. Dungeons and Dragons (sem er ein gerð spunaspil-reglna) þarf að ákveða Race (álfur/maður/dvergur/hobbit/hálf-álfur/…), kyn (kvk/kk), aldur, útlit, alignment (Chaotic/neutral/lawful/good/evil), stata (str, con, dex, int, wis, cha), starf (fighter/wizard/cleric/thief), vopnakunnáttu og almenna kunnáttu. (ef ég er að gleyma einhverju biðst ég velvirðingar). Sumir vilja gera sér mikla hetju á meðan aðrir vilja vera “the comic-sidekick” eða “DramaQueen”
Þegar búið er að búa til persónu á blaði getur leikurinn byrjað. Sumir vilja pila “hack'n'Slash” (labba eftir næstum beinum vegi og drepa ófreskjur sem eru á honum) en aðrir vilja fylgja einhverrti epic-quest og verða hetjur á borð við Gunnar á Hlíðarenda svo vilja enn aðrir fara út í stjórnmál eða rómantík, það fer allt eftir fólkinu sem er að spila leikinn það og það skipti.
til að útskýra nánar orðin sem ég notaði áðan:
Race
álfur/maður/dvergur/hobbit/hálf-álfur/…: að velja mismunandi uppruna gefur mismunandi “plúsa”, t.d. eru álfar betri á boga en dvergar sem eru sterkari en hobbitar sem eru betri þjófar…
alignment (Chaotic/neutral/lawful/good/evil): er sett saman úr þessum 5, hægt er að vera CG (Chaotic good), CN, CE, N, NG, NE, LN, LG, LE, þessir stafir eiga að segja til um c.a. hvernig persóna þú ert. t.d. myndi LawfulGood (LG) aldrei svíkja loforð á meðan NeutralEvil (NE) er vís til að efna loforð… eða ekki eftir því sem honum hentar. Chaotic Neutral (CN) myndi líklega ekki uppfylla loforðið en það er 50:50 líkur á ða hann hjálpi þér… reyndar er CN bara hreinn geðsjúklingur ;)
statar segja til um hve góður þú ert:
strenght (str) líkamlegur styrkleiki,
constitution (con) líkamleg heilsa,
dexterity (dex) fimi,
intellect (int) bóklegar og rökfræði gáfur,
wisdom (wis) innsæi og andlegur styrkleiki,
charisma (cha) útgeislun, hæfileikar til að hafa áhrif á fólk, framkoma/útlit
Class/starf, til eru nokkur “class”, þú velur þér eitt ti lað byrja með til að sýna fram á í hverju þú ert þjálfuð í sem ævintýrakona, fjögur grunn störfin eru:
fighter = bardagakona, góð að lemja og skóta en er ekkert endilega gáfuð (oft með samt e-ð í wis)
wizard = gardlrakona, bækur eru hennar fag, svo getur hún líka kastað göldrum
cleric = prestur, kann að lemja frá sér en er oft besta sáluhjálpin og græðarinn í hópnum
thief = þjófur, kann að læðast, opna lása finna gildrur… mjög nitsamleg viðbót í hóp :) svo er hann oftast besti til að meta gæði fjársjóðsins sem hópurinn finnur
já og svo gleymdist að minnast á hvað lvl er lvl= level = stig, þú byrjar á firsta stigi (1 lvl) og færist síðan upp eftir því sem þú lærir meira (drepur fleiri skrímsli og leisir fleiri vandamál), venjulegur ævintýra maður er frá 1-20 (á 20 ertu ÞOKKALEGA öflug) þó er hægt að fara hærra en þá ertu komin ansi nálægt guðunum ;)
já og svo ef þú ert í RVK þá getur þú kíkt í Nexus (þeir eru einhverstaðar með e-ð smá af spunaspilsdóti) eða bókabúðina hlemm…
KashGarinn segir alveg satt, ef marr er stelpa er auðveldara að komast í grúbbu :) (ég tala af reynslu LOL)
kveðja
IceQueen