Ég var nýlega í vandræðum með að svara spurningu frá spilara í D&D 3ed. hóp hjá mér.
Karakter þessa spilara er skógarálfur, ranger að nafni Quarion (PHB*). Quarion er í alla staði góður og löghlýðinn álfur, hann hjálpar öðrum álfum í vanda, hlýðir lögum og reglum í Svartaskógi, en myndi skjóta 10-ára-would-be human paladin á færi.
Afhverju? Jú, Quarion trúir á yfirráð álfa. Hann heldur því fram að menn séu að eyðileggja landið með skógarhöggi og þessu venjulega. Quarion myndi aldrei láta sig dreyma um að skjóta annan skógarálf nema í ýtrustu nauðsyn, en menn myrðir hann hvar sem hann þá finnur.
Jæja, hvaða alignment er Quarion?
Alignment er eitt af því sem var mér framandi þegar ég tók að stjórna D&D. Það er einhverskonar tól, smíðað til að verðandi hetjur geti hoggið sem mest af skrýmslum með sem minnstri sektarkennd.
Þarna verða til einhverjir árekstar við raunverulega heiminn, og er það útskýrt með því að þetta sé fantasía, hlutirnir séu öðruvísi.
Þá koma upp vandamál eins og ég minnist á hér að ofan. Líka væri hægt að spyrja hvort presturinn, sem drepur alla sem koma upp “evil” á divination göldrunum hans, sé góður?
Eða orkinn sem ræðst á álfa þegar hann sér þá, vegna þess að hann var alinn upp í þeirri trú að álfar væru vondir (s.b.r. Tolkien).
Einnig má svona til gamans spyrja hvaða alignment títt nefndur Adolf Hitler hafi haft?
Hann vildi jú þýska föðurlandinu allt það besta, og öllu sem í því bjuggu, kannski að undanskildum gyðingum.
En ?
Endilega svariði þessum þremur spurningum.
*Quarion er nefnt sem algengt nafn meðal skógarálfa í Players Handbook. Karakter spilara míns hefur annað nafn. Einnig hefur þetta ekkert að gera með spilara sem leikur karakter með þessu nafni og er hérna á Huga.