HARP( High Adventure Role Playing )
Útgefandi: Iron Crown Enterprises


HARP er fantasíu spunaspil og líkt og D&D grunnreglu settið er ekki með neina innbyggða veröld til að spila í heldur verður stjórnandinn búa til eða nota tilbúin heim til að spila í. Nú HARP inniheldur alla þessa klassísku kynþætti Álfa,Dverga og svo framveigis og ein exótískan kynþátt sem kallast Gryx sem mina soldið á hálf orka með klingon enni. Í HARP eru líka þessi típisku störf sem eru vanalega í fantasíu spunaspilum eins og bardagamenn,klerkar,galdramenn og fleira. Persónur eru gerðar með því first að finna út grunn eiginleika hennar og frá þeim eru svo reiknaðir út þróunar púnktar sem eru svo notaðir í að kaupa kunnátu,galdra getu og hæfileika.Allar aðgerðir í HARP notast við D100 kast svo þegar maður er að spila er maður laus við að grafa eftir öðrum teningum í pokanum sínum.

Það sem er gott við þetta spil er að maður þarf ekki að kaupa neina aðra bók en grunn reglurnar ef maður vill byrja að spila HARP og það eru ekki mörg fantasíu spil sem eru svoleiðis. Og HARP er ódyrari en mörg önnur spunaspil sem eru í boði í dag. Það sem ég fílaði við þetta er að hversu auðvelt var að læra reglurnar og fljótleg persónusköpunin var. Það er reyndar eitt við HARP sem gæti virkað fráhrindandi fyrir marga og það er að þegar maður kastar upp á aðgerð er kastið D100 + samanlögð tala frá kunnátu og mínus varnir eða erfiðleikasstig. svo maður gæti endað upp með eitthvað svona: 78+45-35, mörgum finnst óðægilegt að vinna með háar tölur þegar þeir eru að spila spunaspil. Ég viðurkenni að ég notaði bara litla reiknistölvu því ég er heldur lengi að gera þetta í huganum en mér fannst þetta ekki vera nein sérstakur dragbýtur á spilinu. Þetta spil gæti verið þægilegt fyrir þá sem eru orðnir þreytir á D20/Pathfinder en eru ekki hrifnir að D&D 4E og eru að leita að öðru fantasíu spunaspili.

Linkur: http://harphq.com/