Ástæðan að ég minnist á þetta er sú að í mínum huga er hlutverka spilun ekki um að vera sem kúlasta blandan af stötum, klössum og eiginleikum. Heldur HVER maður er, ekki HVAÐ.
Dæmi: Ég er núna að spila Elven Ranger. Jú hún er með þessa Ranger hluti einsog það að hafa betri stjórn á dýrum, getur liggur við rakkið slóð hunds í gengum miðbæ Reykjavíkur, nokkuð góð með sverð og þennan Ranger Enemy Orcs og svo framvegis.
En í mínum huga er hún fyrst og fremst þessi 117 ára álfa stúlka sem ólst upp í skóginum hjá forledrum sínum. Þar sem hún horfði uppá Orkana ráðast á nálæga bæi og leggja í rúst þorp og skóga í kring. Hún vildi gera eitthva svo stakk af, gekk í her Baronsins í næstu borg og Volla nú er hún 3 árum seinna að ævintýrast með fleiri fyrrverandi hermönnum.
Ég byrjaði að spila hana í AD&D en við fluttum svo fljótt Campaignið yfir í GURPS. Vegna þess að ég of fleiri í spilahópnum litum fyrst og fremst á PC okkar HVERJIR þeir eru ekki HVAÐ var það frekar auðvelt að flytja þá á milli. Ekkert vessen með Stata eða “special abilities”.
Því kasta ég fram þessari spurningu. Þegar þið búið til PC ykkar, byrjið þið á því að blanda saman bestu Klössunum og Skillum (fer eftir kerfi) eða hugsið fyrst hvern þið viljið spila, Jóa orrustuflugman eða Stínu einhverfu saumakonuna?
Kettir eru fremur viðkvæm dýr sem geta þjáðst af ýmsum kvillum. Ég hef þó aldrei vitað til þess að köttur ætti erfitt með svefn. Joseph Wood Krutch