Ég ætla að reyna að koma fram með svona nokkrar hugdettur í kringum illusionista..

Þeir byggja mikið af sínum göldrum uppá það að gabba fólk, en hversvegna eru þeir svona mikið rusl og í raun gabba ekki rassgat?

Skoðum Minor Image, þú getur búið til ímynd af bara hvað sem er, og miðað við hvað þú þarft að gera, þá er það bara brill, en D&D er combat oriented roleplay leikur (átómatískt verður maður betri í combat með hverju leveli, það kalla ég combat oriented) þannig að hvaða gagn getur minor image gert í combat situation?

Þannig að ég er að hugsa hvað illusion galdrar einsog minor image, og major image og allt þetta, getur gert í combat?

Væri hægt að nota þetta sem vægan phantasmal killer ? Semsagt í staðinn fyrir að sýna það ógeðslegt að manneskjan deyr, þá sést image sem er svo ógeðslegt að manneskjan flýr?

en það er ekki sagt í galdrinum.. og sumir DM-ar væru vísir til að vísa þessu á bug.

Svo þegar þú ert kominn á hátt lvl þá geturðu búið til þinn eigin her, sem getur ekki rassgat.. þú lætur hann hoppa og skoppa um svæðið og úpps, þetta verður bara gegnsætt við fyrsta höggið. Það er sagt að ef þú lætur image-ið react-a rétt í bardaganum við höggum og svoleiðis þá þarf hann ekkert endilega að disbelieva, en hvaða rugl er það ? Ég meina ok óvinurinn slice-ar dúddinn niður miðjuna og ég læt myndina reacta þannig að þú sérð gaurinn slice-aðan, en fann óvinurinn ekki að það var ekkert resistance við þessu ? Disbelievar hann þá ekki strax allt saman ?

Mér finnst skrýtið að image galdrarnir einsog major og hærri hafa ekki resistance, og að það getur ýtt á móti þegar einhver ýtir á myndina, er ekki hægt að útskýra það þannig að þú ert að fikta með heilann á fólki og það heldur að það sé þarna ófreskja sem lyktar illa, öskrar hástöfum (einsog stendur í galdrinum) en svo þegar þú berst við það, þá gerir það ekkert nema að dansa fram hjá öllum árásunum, og þegar það reynir að hitta óvininn, þá fer bara hnefinn beint í gegn?? er það ekki hálf fáránlegt? Ætti ekki óvinurinn að halda að hann hafi verið laminn? og þá skaðinn kannski bara subdual (en samt skaði einsog monsterið er með, eða þá bara eitthvað standard miðað við lvl á spellcaster)?

Hvað finnst ykkur, er það rétt að óvinurinn fær að disbelieva við hvert högg sem image-ið slær frá sér, en á móti þá ef hann failar þá fær hann subdual skaða ? þó að í raun ætti hann einungis fá disbelief ef að image-ið reynir contact sem að hann hefur ekki reynt áður.

Hvað finnst ykkur annars um illusion galdrana og það litla sem þeir geta gert í combat ?

K.