Næsta Mini Rpg Mót verður Haldið í spilasal Nexus laugardaginn 30.Maí og byrjar kl:18:00 og verður til svona 23:30 sum borð kannski lengur. Það mun kosta 500kr að taka þátt sem spilari og skráning er í Nexus.


World Of Darkness / Mein Zombie!
Stjórnandi: Ísleifur Egill
Aldurstakmark: 15+
Spilarar: 6
Reykingapásur: Fáar
Lýsing:
Árið er 1945. Seinustu 12 mánuði hafa uppvakningaherir Þriðja ríkisins snúið stríðinu algerlega við. D-dags innrásin misheppnaðist algjörlega, Bretland er fallið og Þjóðverjar einbeita sér nú að fullum mætti gegn Sovétríkjunum. Spilara tilheyra sovéskri sérsveit sem sinnir leyniverkefnum í fremstu víglínu. Apocalyptic stemmning í bland við hasar og góðan slurk af geðveiki.


Dungeons & Dragons 4th Edition
Stjórnandi: Guðmundur Arnar
Aldurstakmark: 14+ (ensku kunnátta æskileg, en ég reyni samt að nota eins mikla íslensku og ég get.)
Lýsing:
In Ziggurat Beyond Time, the PCs venture into a mythic ziggurat to investigate it's sudden appearance. Opposing the PCs are creatures of the Far Realm who are preparing for an invasion. Ritually bound creatures, including a dracholich, also call the ziggurat home as well as some undead who roam its halls…


World of Darkness
Stjórnandi: Tómas Gabríel
Aldurstakmark: 16+
Lýsing:
Hvað verður um mannkynið eftir að heimurinn endar? Hverjir lifa af eftir að stórveldin hafa sprengt hvort annað í loft upp, þegar kjarnorkusprengjunum hefur rignt á stórborgirnar og gervihnattatunglin hrapað til jarðar? Hvaða tilgangur verður eftir fyrir kynslóðina sem fæðist inn í þennan heim og þekkir engan annan?

Spilararnir fara með hlutverk ævintýramanna sem leita að vonarfræi mannkynsins og ferðast í gegnum þennan sannkallaða heim myrkursins.

Ath. Ekki fyrir blygðunarkennda spilara, það eru allar líkur á því að einhverjir deyi áður en spilinu líkur.


Hero System / The Valdorian Age
Stjórnandi: Jens
Aldurstakmark: 14+
Lýsing:
Heimur kröftugra stríðsmanna, borgirnar eru fullar af óþjóðalíð og spillingu. Dulir galdramenn særa fram hræðilegar verur frá öðrum heimum til að þjóna sér. Fornir vættir leynast á dimmum og gleymdum stöðum. Hópur þjófa tekur að sér að ræna hús hjá manni sem er alræmdur seiðskarl og uppsker meira en þeir áttu von á.

Sjáumst á Næsta Mini Móti

Magnoliafan.