Ég var í 6. bekk og hafði gríðalegan áhuga á warhammer og mæti á svokölluð byrjenda mót sem voru haldin í Nexus á laugardögum. Þegar mótið var búið og ég var að undirbúa mig undir að fara heim þá sá ég nokkra gaura koma inn. Á meðan ég var að taka stuffið mitt til þá heyrði ég óvart að þeir voru að fara að spila Dungeons and Dragons sem mig hafði langað að prófa lengi. Ég spurði hvort ég mætti vera með og var gerður character fyrir mig í hvelli, það var human cleric.
Sagan fjallaði um lítin hóp af ævintýramönnum sem voru að fara í gengnum fjallaskarð og á leiðin réðust risar á okkur. Þeir reyndu að grýta okkur úr fjarlægð svo að við þurftum að flýja. Á hlaupunum fann wizardinn í hópnum helli og við fórum inní hann.
Þegar við komum aðeins inní hellinn byrjuðum við að sjá aðeins að þetta voru göng gerð af einhverjum humanoid verum og stuttu seinna lentum við í bardaga við eitthvað sem ég mann ekki hvað var en í þeim bardaga lærðu allir í grúbbunni að fireball er ekki góður í þröngum göngum. Eftir bardagan kláraði ég alla spellana mína með því að heala hópinn.
Við héldum áfram lengra inní hellinn og komum þar að stórum sal þar þurtum við að berjast við bonegolem (held ég) sem að skipti um líkama við mig og drap grúbban mig næstum en svo fattaðist allt og við drápum vonda kallinn.
Eftir þetta þá fórum við í gegnum hurð í hinum enda salsins og fundum þar djúpan pit sem að við ákvaðum að fara niður. Ég hopaði með líkið af fyrri líkama mímum á undan mér en ég brotnaði í spænir þegar ég kom niður.
Ég mann ekki hvernig hinir komust niður en þeir föttuðu að það yrði erfit að resurecta mig venjulega. Í beinu framhaldi af því var kastað spell á mig sem heitir reincarnation og kom ég þá aftur sem kobold.
Þegar þarna var komið við sögu kom pabbi að sækja mig. En ég spilaði oft með þessum hóð aftur en er búin að missa allt samband við þá núna.
Þetta var mín fyrsta reynsla af spunaspilum endilega deilið ykkar líka.
“Some see only life and death, they are dead for they have no dreams.”