Er það sem bókin segir (reglubækurnar í spunaspilum) lög sem ber að fylgja sama hvað eða hefur Stjórnandinn vald til að breyta þeim reglum eins og honum sýnist?
Það er til algjört ógrynni af spilurum sem nöldra og nöldra yfir reglubókinni og hlusta ekki á Stjórnandann, ég þekki nokkra slíka en ætla ekki að nefna nöfn þeirra hér (Þór).
Finnst fólki í alvörunni bókin vera mikilvægari heldur en það sem Stjórnandinn segir?
Vegur bókin þyngra en orð Stjórnandans?
Ekki í mínum huga. Mitt álit á málinu er að stjórnandinn getur breytt því sem hann vill í bókinni þegar hann vill það, þótt að hann eigi ekki að gera það að ástæðulausu. Þegar ég DMa og segi að eitthvað sé öðruvísi en það sem stendur í bókinni þá er það þannig sama hvað spilararnir segja og það getur pirrað mann óendanlega ef spilarar fara að þræta fyrir hitt og þetta af því að það stendur í bókinni. Allt skal vera rétt og allt það.
Er fólk á því að bókin sé hið eina sanna eða finnst ykkur að DMinn sé yfir það hafinn?
“I'm not young enough to know everything”