Það er mismunandi hvenig fólk skilgreinir roleplay, það eru kannski jafn margar skilgreiningar á þessu eins og það eru margir spilarar.
Aðal skilgreiningarnar eru kannski spunaspil og hlutverkaspil, þetta tvennt er mismunandi en samt er þetta í hugsunum flest fólks sami hluturinn.
Spunaspil er þar sem viðkomandi er að spinna allan tímann, hvort sem það er viðbrögð, umhverfi eða hvað sem er.
Hlutverkaspil er þar sem maður er í vissu hlutverki og fylgir því í gegnum allt sem gerist.
Mitt álit er kannski frekar einfalt en mér finnst að roleplay sé ekki annaðhvort spunaspil eða hlutverkaspil heldur að það sé bæði þótt að þetta tvennt sé ólíkt.
Mitt álit er að Stjórnendur (DMs) eigi að vera í spunaspili og spinna ævintýri sín samkvæmt því sem spilarinn gerir en spilarinn er aftur á móti í hlutverkaspili þar sem hann fylgir sínu hlutverki sem characterinn en ekki hann sjálfur.
Ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þessa grein er að ég held að margir spilarar eru kannski ekki að spila characterana sína jafnmikið og þeir eru að spila framlengingu af sjálfum sér. Þeir hugsa eins og þeir hugsa alltaf sama hvaða character þeir eru og breyta ekki um hugsunarhátt þegar þeir eru að spila characterinn sinn. Persónulega reyni ég alltaf að setja mig í annan hugsunarhátt en minn eigin og frekar að reyna að hugsa eins og characterinn hugsar. Það tekst ekki alltaf en þegar það tekst þá er það algjör snilld. Ef manni tekst að sökkva sér inní characterinn sinn þannig að maður er ekki lengur maður sjálfur heldur einhver annar.
Kannski hljómar þetta allt bara eins og eitthvað rugl en næst þegar þið eruð að spila prófið að ekki gera það sem þú mundir gera heldur það sem characterinn mundi gera.

Twisted
“I'm not young enough to know everything”