Fyrstu kynni
Indigo er borg sem er byggð lóðrétt upp í gríðarstóru sívölu opi á pínulítilli trópískri eyju. Borgin samanstendur af fimm gríðarstórum “platformum” eða “Diskum” sem standa hver ofan á öðrum. Í miðju hvers hrings er svo gríðarstór súla og í henni eru leiðir upp og niður milli hæða. Víðsvegar í beru berginu umhverfis borgina, sem er hreiðurstæði fyrir þúsundir fugla, eru hnausþykkir kaðlar, 2-3 metrar á þykkt, og virðast gera sitt til að halda borginni um kyrrt. Einhverjir aldnir og óþekktir kraftar standa þó líka á bakvið burðargetu þessarar stöplaborgar, sem er heimili tíu þúsunda.
Forsaga
Fyrir þúsundum ára, þegar hið ógnarstóra keisaraveldi Tieflinganna, Bael Turath, reis til valda, fundu þeir litla eyju svolítinn spöl undan ströndum meginlandsins. Þó að hún væri ekki stór að ummáli, var bergkjarni hennar gríðarlegar ríkur af bergtegundinni Indigo, sem var feikilega verðmætt fyrir þær sakir að það tók ótrúlega vel við göldrum og álögum, og því var hægt að breyta í hið verðmæta galdrapúður, Residuum.
Tieflingarnir hófu því námuvinnslu, drifna af þjáðum þrælum, og hjóu sig því neðar og neðar ofan í eyjunna í árhundraða rás, og byggðu samhliða því borgina sína lóðrétta ofan í námuna. En eins og sagan segir okkur, féll keisaraveldi þeirra um sjálft sig í hamförum sem skuku stoðir heimsins, og færðu samfélög hina siðmenntu þjóða aftur á steinaldir.
Atburðir undanfarinna ára
Löngu eftir fall Bael Turath, fundu menn þessa eyju á ný, og settust þar að. Þetta var góður staður að búa, sérstaklega fyrir þá sem vildu lítið á sér bera og vildu komast undan hinum langa armi laganna. Að þeim kosti fluttust þangað margir útlagar, í bland við aðra siðvandaðari menn, sem þráðu breytt sjónarsvið, og mataræði sem samanstóð af litlu öðru en sjáfarfæði og hinum gómsæta ávexti, Yumba.
Hlutirnir breyttust því mjög þegar hinn blóðþyrsti og vægðarlausi sjóræningjakapteinn, Nathgan Thrag settist þar að og ránsfengur og auðæfi hans, styrktu efnahaginn gríðarlega. Fólk fór í auknum mæli að flytjast þangað, í nýlendu tækifæra þar sem sverðið var máttugara en penninn.
Á tveimur og hálfum áratug varð Thrag aðeins ríkari og feitari, illrómaða blóðþyrsti hans varð svalað með dýrum vínum og fögrum kvenmönnum sem hann hafði þrælgert. Hann varð latur og áhugi hans fyrir ránsferðum lét í minni pokann fyrir hedónisma og sjálfsdýrkun. Þessir atburðir fóru illa í stýrimann hans, Half-Elfinum Nestor Cutting, sem hingað til hafði aðeins náð að sefa hvötina til að hrifsa að sér völd með blóði sem ránsferðirnar færðu honum. Hann vann því meistara sínum launráð, og náði yfirnóttu að gera uppreisn gegn Thrag. Hann réðist inn í hefðarsetur hans með uppreisnarmönnunum, drap þjónustufólk, hjásvæfur og börn Nathgans og hengdi að lokum hinn aldraða kapteinn fyrir utan húsið ásamt þeim sem vildu ekki snúast gegn honum.
Á þeim tveimur árum síðan þetta átti sér stað, hefur margt gerst. Cutting tók yfir flotann, og titlaði sig sem kóng meðal sjóræningja. Hann setti farbann á eyjuna, og enginn hefur kemur eða fer nema með hans leyfi. Hann hóf árásagjarnari og skipulagðari ránsferðir, og flutti inn þræla til að vinna í hinum aldagömlu námum sem hann enduropnaði.
Enginn veit nú hvað hann ætlast fyrir…
Allur réttur af myndinni er áskilinn Jesse Van Dijk
The Game - You just lost it