Heilir og sælir spunaspilarar.
Það styttist í næsta mótið, en það er nú víst laugardaginn 22. nóvember frá kl. 19 og er komið að nánari lýsingu á ævintýrinu sem ég ætla að stjórna. Houses of the Blooded verður aftur fyrir valinu hjá mér eftir frábærar viðtökur á seinasta mini-mótinu. Viðtökurnar voru svo góðar hjá einum spilaranum að skrif hans hér vöktu áhuga höfundar spilsins og lét hann hlekk að færslunni á bloggið sitt.
Ég var núþegar búinn að skrifa þó nokkum um kerfið og hægt er að lesa gömlu greinina hér, en ævintýrið verður öðruvísi að þessu sinni. Spilararnir fara í hlutverk riddara, hirðmanna og lénsmanna greifa og eru að skipuleggja og sjá um afmælisveisluna hans. Greifinn heitir Zsanoscz Kether og á marga óvini, en eins og góður og ástríðufullur Ven bíður hann þeim flestum í þetta stórafmæli hans er hann fer í gegnum miklar breytingar í lífi sínu.
Þrír hlutir sem þið vitið um Kether (tekið beint uppúr bókinni, afsakið sletturnar):
1) He's an honest, loyal and honourable Ven.
2) He's also the most ruthless bastard you've ever met.
3) He has some kind of a relationship with Lady No, the Countess of Ival.
Fjórum sinnum hefur verið reynt að drepa Kether. Einu sinni af föður hans þegar hann stal af honum öllum löndum hans, einu sinni í svefni hans eftir að hann brenndi niður þrjú þorp fyrir ‘óæskilega hegðun’, einu sinni á þingi eftir að hann reif í sundur samsæri þriggja hátt settra Fálka og það síðasta fyrir þremur vikum eftir að hann braut hjartað á Shara Yvarai, en hún slapp eftir morðtilræðið. Þrátt fyrir allar þessar nýlegu hættur ákvað Kether samt sem áður að slá nýtt aðsóknarmet í afmælisveislum og bauð öllum sem hann þekkir og verður öryggi hans og gesta hans að vera tryggt.
Meira veit ég ekki. Ég hef séð Kether áður, ég hef stjórnað Kether áður og hann hefur bæði verið hetjan og illmennið*. Nákvæmlega hvernig hann útfærist á þessu móti fer allt eftir spilurunum, hugmyndaflugi, hættum og veðjum.
Fimm persónur verða í boði fyrir spilarana. Hver og ein persóna er með sinn eigin brag, en hvernig sá bragur verður fer eftir spilurunum og hvað þeir gera við persónurnar. Lýsingin á persónunum er því í minni kantinum þar sem það er skylda spilaranna að fylla inn í eyðurnar. Hver og ein persóna er með nafn (og merkingu nafnsins), titil og tvö aspect**.
Nafn: Isla (ever watchful) Thayl
Hús: Elgur
(óformlegur)*** Titill: Njósnari
Aspects: Silent as Midnight & Cold as the Winter Wind
Nafn: Gryndil (illuminating the darkness) Ashken
Hús: Fálki
Titill: Fógeti
Aspects: No Stranger to Pain & Born of the Storm
Nafn: Feyla (cheerful eyes) Eshu
Hús: Refur
Titill: Erindreki
Aspects: “I Never Forget a Face” & Home-Wrecker
Nafn: Sagay (advisor to power) Ovjen
Hús: Snákur
(óformlegur)*** Titill: Seiðskratti
Aspects: “Shanri's Secrets are Spread Out Before Me” & Forbidden Tastes
Nafn: Trixauna (daughter of the Sword) Tal
Hús: Úlfur
Titill: Lífvörður
Aspectss: “I Know How to Hurt You” & Eyes Wide Open
Eins og ég hef minnst á, þá fer spilið í þá átt sem spilararnir ákveða. Ef þeir eru skapandi og með frjótt ímyndunarafl þá verður þetta dúndur spil sem gleymist seint.
Ef það eru einhverjar spurningar um kerfið, ævintýrið eða persónurnar þá skal ég með glöðu geði svara þeim.
Blóð, Blekkingar, Járn og Heiður.
*ég lýg, hann hefur alltaf verið illmennið, en í mismunandi gráðum illsku
**ef þú skilur ekki þetta spunaspils mál, skoðaðu greinina sem ég skrifaði um kerfið og hvernig það fúnkerar
***þessir titlar eru óformlegir þar sem njósnarar og seiðskrattar eru með öllu réttdræpir ef það kemst upp um þá.