Ætli það sé ekki vegna þess að þá gætu þeir ekki grætt eins mikið á því að gefa út fleiri monster bækur.
Sem dæmi. Ef þú flettir upp Genie í Monster Manual fyrir 3e, þá færðu bara upplýsingar um Efreeti, Djinni og Jann. Ef þú vilt fá statta fyrir Dao og Marid, þá þarftu vessgú að kaupa þér eintak af Manual of the Planes. Til samanburðar má nefna að í 2nd ed eru allir þessir 5 genies hafðir í sömu bókinni.
Það virðist ekki vera nein ástæða fyrir þessu önnur en einhver geðþóttaákvörðun hjá þeim sem ráða hjá Wizards of the Coast.
Varðandi Greater Mummy, Death Knight o.fl. critter, þá voru þau höfð í Monster Manual 2e vegna þess að sú bók var samansafn af Monstrous Compendium 1, 2, Realms, og nokkrum öðrum. Þau monster sem þú nefnir eru ekki “core” monsters. Kannski er það líka ástæða fyrir því að þeim var sleppt.
Ef þú ert að leita að einhverjum sérstökum kvikindum, þá mæli ég með þessari slóð:
http://www.enworld.org/cc/Þar geturðu fengið nokkuð vel gerðar heimatilbúnar útgáfur af mörgum þeim verum sem ekki eru komnar officialt í 3e.
Svo geturðu séð hvaða monster eru komin út í official 3e bókum, og hvar þær komu út, á þessari síðu:
http://www.wizards.com/dnd/monsters.aspR.M.