<i>Fyrirgefðu bj0rn, þessi annars fína grein þín hefur breyst í vettvang fyrir alignmentumræður okkar thossans. Það var ekki ætlunin.</i>
hvernig væri þá að búa til grein tileinkaðri þessarri umræðu ykkar…og ef ykkur er sama, þá langar mér að taka þátt…
<i>Mjög margar aukapersónur sem leikmenn í mínum spilahópi hitta eru Evil, þó svo leikmönnum myndi aldrei detta það í hug. Mikið af þessu fólki hefur verið mjög vingjarnlegt og hjálplegt við leikmennina. Það eina sem máli skiptir er að á endanum gera þeir það af sjálfselskum hvötum.</i>
einungis sjálfelskar hvatir eru ekki nóg til að gera persónu “evil”, til þess þarf meira.
dæmið um paladininn sem dreifir peningum til hinna fátæku úti á götu er að vissu leyti rangt hjá þér. þrátt fyrir að þetta sé ekki rétt aðferð fyrir paladin að koma góðgerðum á framfæri þá er þetta alls ekki ill athöfn því tilgangurinn er góður (hjálpa þeim sem minna mega sín).
ég vil segja að það er aðferðin sem þú notar sem gerir persónu “evil”, ekki takmarkið.
takmarkið hefur auðvitað áhrif, en að því leiti að góð persóna myndi aldrei stefna að illu takmarki, svo sem þjóðarmorði eða þjófnaði, þó svo að lög og óreiða, sérstaklega lög, geti sett strik í reikninginn.
takmarkið að auka eigið egó. að ota sínum tota, eins og er sagt, þarf ekki endilega að vera “evil” ef þú gerir það á þann hátt sem paladininn gerir. honum finnst kannski allt í lagi að allir viti að allt sé honum að þakka af því að hann vill skapa góða fyrirmynd. önnur persóna sem gerir þetta, með þeirri hugsun að þetta sé viss fórn til hærri meta, er aftur á móti líklegri til að vera evil, en þá bara af því að hún er það…ekki af því að hún er sjálfelsk.
allt í lagi, þetta er dálítið erfitt dæmi, því ég segi að það sé aðferðin sem skiptir máli, ekki takmarkið. þarna gaf ég dæmi um aðferð sem bæði góð og ill persóna notar en með mismunandi takmarki. hvernig getur þá aðferðin skipt máli í þessu tilviki?
jú, það verður alltaf að horfa á aðgerðina frá sjónarhóli þess sem verðu fyrir aðgerðinni, í þessu tilviki hinna fátæku sem fá gullpeninga. þeir eru ánægðir og eru líklega þakklátir þeim sem gaf þeim gullið…
því verður þessi aðgerð að vera góð, og í jarðaflakerfinu myndi illa persónan fá “birtupunkta”, sem hún yrði örugglega fljót að losa sig við ef hún væri virkilega ill…
þessi illa persóna myndi aftur á móti aldrei gefa allt sitt gull, eins og ein dæmisaga jesú greinir frá. þar sem fátæka konan gaf meira heldur en ríki maðurinn…munið þið?
þannig myndi paladininn sem gefur allan sinn auð til hinna bágstaddari fleiri “birtupunkta” á meðan hin illa persóna sem gefur aðeins hluta af auð sínum, líklega það lítið að hann finni ekki fyrir því (ross perot, forsetakosningar í bandaríkjunum), fær færri “birtupunkta”.
hmm…afsakið að otaði jarðaflakerfistota inn í þessa umræðu ;o)
bj0rn - …