Næstkomandi Mini Rpg Mót verður á sunnudaginn 10.Ágúst og byrjar KL:12:00 og er til svona 20:00 um kvöld. Það kostar 500kr fyrir spilara að taka þátt. það sem er í boði er eftirfarandi:

Dungeons & Dragons( 4ed. )
Stjórnandi: Jens
Aldurstakmark:13
Reykingapásur: Fáar
Lýsing: í konungsríkinu Westmark eru ill öfl á sveimi og persónur komast á
snoðir um samsæri og leynisamtök sem svífast einskis í baráttu þeirra um völd.


Mutants & Masterminds( 2ed. )
Stjórnandi: Helgi
Reykingapásur: Fáar
Lýsing: Ofurhetiur frelsisborgar leggja allt undir í barátuni við undirheimalýðin sem
þrífst í borgini. Mutants & Masterminds er með betri ofurhetju spunaspilum sem til eru.

Dark Heresy
Stjórnandi: Björgvinn
Aldurstakmark:16
Reykingapásur: Fáar
Lýsing: Á 41st öld eru útsendarar Rannsóknarréttarins eru í fremstu víglínu gegn vilutrú, áhrifum viðurstygilega geimvera, og fylgjendum óreiðu aflana. þú munt þurfa að hætta þér þar sem aðrir þora ekki.


Houses of the Blooded
Stjórnandi: Tómas Gabríel
Aldurstakmark: 16+ (þroskinn verður að vera til staðar til að setja sig inní hug persónunnar.
Reykingapásur: Fáar.
Lýsing: Spilarar setja sig í hlutverk “Ven” fólksins. Ven voru skapaðir af seiðskratta-konungunum en eftir fall þeirra stjórna nú Ven sem aðalsmenn sem eiga landeignir. Í stað þess að vera nafnlausir leiguliðar sem taka að sér morð fyrir klink (eins og í vinsælu ónefndu borðspili) þá eiga persónur í Houses of the Blooded í sífelldri baráttu við að verja, viðhalda og auka eigin stöðu innan aðalsins og í senn ráða úr þeim vandamálum sem herja að landeigendum.

Ven eru ástríðufullar verur sem skrifa Ást, Hatur og Ótta með stórum staf. Þeir voru uppi fyrir fall Atlantis og er sögu þeirra lýst tragedíu.

Búast má við mjög miklum spuna með áhugaverðar persónur í mikilfengnum heimi sem spilararnir hjálpa í senn að skapa.