Þar sem að ég hef lítinn tíma mun ég bara svara þessu fyrst og koma svo með mín rök gegn 4E aðeins seinna.
Þú fyrirgefur, en ég fæ ekki séð hvernig OGL eða ekki OGL getur haft áhrif á kerfið sem slíkt, hvað þá eitthvað safnkortaspil. Mér finnst þessi rök þín gegn 4E því afar léttvæg og í raun frekar ómarktæk, þar sem hér fer fram umræða um nýja kerfið, ekki stjórnunarstefnu eða pólitík WoTC. Ef þú vilt, geturðu stofnað þráð um það, það er þér velkomið.
Áherslan er frá mér.
Þér er fyrirgefið. Spurt var hvað mér finnst um fjórðu útgáfu, og er ég að segja hvað mér finnst og afhverju. Ef þér er illa við að ég útskýri upprunna þess hvernig að skoðanir mínar þróast á ákveðin hátt þá er það þitt mál.
Höldum nú áfram.
Að afnema OGL hefur stórvægileg áhrif á bæði D&D og það samfélag sem hefur verið byggt í kringum þennan leik. Það eru þriðju aðila útgefendur og höfundar sem hafa alltaf verið þeir sem koma og dæla inn nýju efni, nýrri sýn á kerfið í D&D
(fyrir utan okkur sjálf auðvitað). Líttu í D&D hilluna hjá þér
(ekki endilega bara tmar), það eru góðar líkur á því að ekki allar þessar bækur séu frá WoTC. Persónulega eru þær bækur sem hafa gefið mér sem besta innblástur eða komið með skemmtilega nýja sýn á kerfið allt verið frá þriðja aðila.
Og “so what”? Hvað með það að núna sé mun erfiðara fyrir þessa þriðju aðila? Það skiptir engu máli, rétt? Partlega rétt. Það skiptir svosem engu máli ef þér er skítsama um allt útgefið efni, þetta hefur engin áhrif á spilið þitt og það að DMa
eins og kerfið er núna. Hinsvegar, eins og maður sá t.d. með 3.0, þá getum við búist við flóði af bókum sem fylgja þessu og með þessari klásu gerir þetta erfiðara fyrir mína uppáhalds höfunda og leikjahönnuði að komast í þetta. Það tók smá tíma, ef ég tala fyrir mig, að sjá 3.x sem verulega flott kerfi. Og voru það að langmestu leiti bækur frá útgefendum eins og Green Ronin og efni frá Paizo sem gerði það.
Þetta þrengir mjög að þeim sem vilja koma með nýtt efni í 4E og því sé ég fram á, ekkert óraunverulega, að þessi útgáfa verði efnissnauðari en fyrri útgáfur. Eins og að segja að núna verði einungis eitt bragð af…jah…ís t.d. Aðeins pistasíu ís og ekkert annað nema það sé svona pistasíu twist eða eitthvað.
Ég er ekkert einn um þessa skoðun
(Keith Baker hefur ekkert sagt, bara svo við séum með það á hreinu, og þetta í feitu letri þarna eru allt hlekkir, ef það skildi hafa farið fram hjá ykkur.)En svona sem niðurlag, þá þarf þetta sem setur mig alveg af þessu að hafa engin áhrif á annað fólk. Þetta er samt nátengt 4E kerfinu, þetta snýst um hvaða efni við getum búist við að sjá og hvernig WoTC virðist ætla að nota þetta. OGL bjó til svakalega virkt samfélag í kringum D&D 3.x og þessar nýju reglur gera það að slíkt hið sama sé gert fyrir 4E ómögulegt. Ertu búinn að lesa nýja GSL? Hvernig væri nú að skella sér í það?
Gagnrýni á 4E fylgir með síðar.