Eftir eilítið próf á virkni kerfisins komumst við að því að það virkar ágætlega nema hvað það mætti flýta eilítið fyrir teningaköstunum…(sumir voru ótrúlega lengi að telja þá saman).
en það var nú lítið mál, maður breytti því bara aðeins :o)
núna virkar teningakast þannig að báðar persónur kasta teningum, árásaraðili og varnaraðili…báðar persónur telja þá teninga sem segja 4 eða hærra og bera þá tölu síðan saman. Ef árásarpersóna fær til dæmis 2 fleiri teninga sem segja 4 eða hærra fær varnaraðili 2 í skaða, ef varnaraðili verst aftur á móti með jafn mörgum 4 eða hærra teningum eða fleiri þá hefur hann varist höggi árásaraðilans.
mun fljótlegra, og þeim mun betra líka.
önnur breyting, sem ekki er greint frá ennþá á jarðaflasíðunni er hvernig persóna fær skaða. Ef persóna er með 3 í jörð þá, þegar hún fær 3 í skaða þá minnkar hún niður í 2 í jörð…þegar persónan fer niður í 0 deyr hún.
einnig, ef persóna fær jafn mikinn skaða og hún er með í eiginleika, þá þarf hún að athuga hvort hún þoli höggið eða sé slegin í rot, ef persóna fær 3 í skaða þegar hún er með 3 í eiginleika þá þarf hún að kasta 3 teningum og fá samtals 1 tening með 4 eða hærra (þetta á enn eftir að prófa betur, þannig að það getur breyst, en grunnhugmyndin er svona) til að halda sér með meðvitund.
bj0rn - endilega kíkið á málið og tjáið skoðanir ykkar á mögulegum göllum eða kostum.