Já, ef að andrúmsloftið er sem ákjósanlegast getur það haft góð áhrif á alla nóttina, spilararnir finna sig betur sem karakterarnir, og DM´inn uppsker aukinn anda við lýsingar og stundarspuna.
Það hefur reynst mér best, sem DM, að hvetja (með xp bónusa í vasanum), spilara til að tala ávallt í beinni ræðu, og um karakteranna sína í fyrstu persónu:
Spilari Ileniu myndi þá segja:
Ég hvessi á hann augun og segi
,,Smakkaðu á sverðinu mínu, göltur!"
-en ekki:
Ilenia hvessir á hann augun og hótar að lemja´ann.
það fyrra hjálpar að mínu mati fólki að setja sig inní persónuna sína, að upplifa sig sem sömu persónu, amk meðan á spilinu stendur(urp, vonandi).
Alltaf fínt þegar fólk stendur upp og sýnir hverskonar hreyfingum það beitir við að kviðrista óvininn eða hoppa yfir kerruna. Svo lengi sem að það kastar ekki flatkökunum mínum.
Alltaf gott að tala íslensku, lesa Njálu fyrir session og svona. (en goblins = drýsildjöflar(Hobbit ísl.þýð.).. veit ekki..)
Varðandi tónlist mæli ég eindregið með Kazaa, og þá downloadum helst í formi bíómyndatónlistar.
Má nefna Hans Zimmer: The Rock, Gladiator.
Jerry Goldsmith: Aliens, the Mummy, Mummy II, 13th warrior.
John Williams: Nokkurn veginn allar Steven-Spielberg myndir, StarWars, Indiana Jones og margt fleira.
Danny Elfmann: Sleepy Hollow ofl.
Svo hef ég komist í vana með að nota öðruvísi tónlist í bardagasenurnar, t.d.:
Matrix, Spawn og Lost highway soundtruckin,
Metallica, SoD, Rammstein, svona það sem maður var vanur að heyra áður en að X-ið lést endanlega,
og aðra fast pace eða dramatíska tónlist:
Atari t r og Massive Attack fyrir Cyberpunk osvfr.
Einnig fannst mér nokkuð sniðugt að nota soundtrackið úr Blairwitch leiknum, hægt að downloada á mp3.com.
Það besta er þó að ég á svona mp3 spilara svo ég þarf ekki að hafa suð-ófétið tölvuna mína í gangi meðan við spilum.
Og jú ef pabbi og mamma eiga kerti, skrautsverð eða gamla fullplate út í bílskúr, by all means.