Ég ákvað að skrifa eina grein um ranghugmyndir hins þröngsýnamanns á áhugamáli okkar. Mig langaði til að tjá mig um þetta eftir að ég las grein sem kom í korknum hérna í dag.
Hvernig fékk spunaspilun þennan geðveikisstympil á sig. Spunaspilarar hafi þurft að lifa við þessa fordóma sem þröngsýnt fólk hefur á okkar minnihlutahóp. Talið hefur verið að við lifum í einhverjum ævintýraheim og gerum okkur ekki grein fyrir hvað er raunverulekt og hvað er spuni.
Þetta er skemmtilegt áhugamál þar sem fólk kemur saman til þess að skemmta sér. Hvernig getur þetta verið verra heldur en að lesa bækur, spila tölvuleiki eða leika hlutverk í leikriti. Við leikum persónu í spunaleikriti án þess að þurfa að leika hana. Hvernig getur það verið verra heldur en að taka þátt í leiksýningu þar sem þú getur bæði verið góða og vonda persónan. Ég mundi telja það auðveldara að ruglast þannig á hvað sé raunverulegt heldur en að spunaspila. Það hefur samt enginn nokkurntíman talið það vera andlegaeyðileggjandi að taka þátt í leikriti.
Málið er að það er verið að reyna að finna einhvern sökudólg. Sumir afsóknarbrjálæðir foreldrar kenna sjónvarpinu, tölvunni eða spunaspilum um vandræði barnsins síns útaf því að það getur ekki horft í augu við hinn kalda raunveruleika að það hafi verið foreldrið sem hafði skaðleg áhrif á barnið sitt.
Reyndar hef ég ekki heyrt um þessa nörda ímynd á spunaspilurum lengur. Mér sýnist fólk loksins vera að átta sig á því að það er ekki einhver ein týpa sem sækist eftir því að vera spunaspilari.
Síðan hefur maður heyrt um að kærustur banni kærastanum sínum að spunaspila. Ég hef aldrei orðið vitni af því að svoleiðis hlutir gerist en spunameistarinn í hópnum sem ég er í hefur misst spilara útaf einmitt þessari ástæðu.
Ég man einhverntíman fyrir mörgum árum var eitthvað mál útí heimi þar sem ungur drengur myrti annan dreng. Vitað var að hann hefði spunaspilað og því var kennt um þetta. Þetta finnst mér vera alltof langt gengið. Við hefðum geta sagt að hann hafi fengið morgunkorn á hverju morgni og kennt því um þennan atburð. Ég man eftir svipuðum atburði í umræðu þætti um þættina Sex í Reykjavík. Þar var einhver fertug heiðkristin kona sem var að reyna að tengja aukningu í eiturlifjaneyslu við fjölgun strippstaða án þess að hafa nokkur rök um hver tengslin væru þar á milli.
Ef einhver hefur einhverju við þetta að bæta endilega skrifið eitthvað lítið um þetta málefni.
- Qauzzix