E. Gary Gygax ( 27. Júlí 1938 – 4. Mars, 2008) Hetja er fallin.


Faðir D&D er ekki lengur á meðal vor. Maðurinn sem bar hvað helsta ábyrgð á því að við skemmtum okkur með skrýtnum teningum í góðra vina hópi. Áhrif Gary ná einnig langt út fyrir D&D, til fólks sem hefur aldrei heyrt hans getið.

Það var auðvitað þrekvirki á sínum tíma að ýta úr vör spunaspili sem hugmynd. En það má ekki gleyma áræðninni sem þurfti til að gera þetta einnig að markaðsvöru. En það var Gary, ásamt öðrum frumherjum, sem lét ekki deigan síga. Hann hafði trú á ímyndunaraflinu og sköðunargleðinni sem er okkur eðlislæg.

Frá Grimms ævintýrum til Tolkiens til Gary Gygax til okkar í dag. Höldum áfram að segja sögur til að skemmta hvert öðru.

Það er viðeigandi 1d6 mínutna þögn fyrir gamla mannin.