Sælir spilarar.
Ég lenti í því þarsíðustu helgi að ég var í fyrsta sinn að spila í hóp þarsem allir eru evil, lawful evil, eða neutral evil, og kannski einn sem er góður og veit ekki að hinir eru vondir.
Þetta var hálf erfitt fyrir okkur þarsem allir erum við vanir að spila góða karaktera sem virða allar lifandi verur og myndum aldrei drepa neinn nema að það réðist að okkur (eða að DM-inn kallar “initiative”!)
En núna voru flest allir vondir.. og sumir voru virkilega með áhyggjur hvernig vondir þeir ætluðu að vera, því að það var enginn basis.
Einn hugsaði sem svo að hann ætlaði að vera Ranger sem var með favored enemy (eða hvaðþaðnúheitir) sem human (bara hægt ef maður er vondur), og útskýrði þá það þannig að hann þoldi ekki mannfólk, hataði það raunar, en var nógu vitur til að vita að stundum á maður ekki að drepa alla bara til þess eins að drepa, þó að hann hataði mannfólkið.
Ég hugsaði minn karakter þannig að hann væri lawful-evil wizard sem var specialist illusionist, og hans illska leyndist í því að hann var alltaf kvartandi og kveinandi um allt og alla þegar hann var venjulegur, og var skítsama um alla nema sjálfan sig (hugsiði rincewind með illusion galdra nokkurn veginn), en þegar eitthvað bjátaði á, þá varð hann mjög hljóður, og notaði illusions til að auðmýkja og ridicula óvininn (DM-inn sem við erum með notar fólk í stað skrímsla) þannig að enginn myndi halda að það hefði verið ég. En hingað til hefur hann einungis drepið eina manneskju, og það var gamall karakter sem fór úr grúppunni og varð að npc.
Málið er að DM-inn sem stjórnaði þessu campaigni er frægur meðal okkar að hann drepur ekki karaktera.. neinei… það fremja þrír til fjórir karakterar sjálfsmorð með því að gera einhverja heimsku yfir hvert session með honum.
Eitt gott atriði sem við gerðum sem evil hópur. Við vorum að elta félaga okkar og stoppuðum í bæ. Á kránni drap ég bard með phantasmal killer á meðan ég hafði improved invisibility á mér (þessi sami bard hafði nærri drepið mig áður, tók karakterinn marga daga að jafna sig af því) og settist svo aftur við borðið án þess að nokkur vissi. Þá var manninum sem bardinn hafði talað við ásakað um black magic, og talað var um að koma með verðina. Við vildum það ekki vegna þess að við vorum eltir af ríkinu, og vildum ekki nein læti (sérstaklega þarsem DM-inn var alltaf að hamra á því hvað reputationið á okkur var mikilvægt) þannig að álfurinn í hópnum fékk bendingu frá einum gutta í hvaða húsi verðirnir sváfu, hann fór þangað og drap alla verðina, á meðan kráin var að vakna vegna gaursins sem var ákærður fyrir að nota black magic (hann var frægur orc-slayer að norðan og var reiður vegna ásakanna). Svo kom álfurinn aftur og heyrði að einhver vildi ná í clericana þarsem orc-slayerinn hafði lamið niður einn manninn, þannig að hann fékk bendingu um hvar þeir voru og fór þangað, drap þá og rændi kirkjuna (ástæðan var auðvitað að clericinn myndi mögulega kasta detect evil og sjá allan hópinn okkar beinlínis glóa af illsku, so he had to be killed). Þegar hann svo kom aftur hvíslaði hann að eina manninum sem að kunni elvish að hann væri farinn og myndi hitta okkur næsta dag í austurátt.
Þannig að mob myndaðist þegar það sást að verðirnir og clerics voru dánir, en við kenndum álfinum um allt saman og þeir fóru í hunt á eftir honum, og við leiddum þá alls staðar en þarsem álfurinn var.
Þannig að við komumst heilir heilsu út úr þessu og meira að segja með smá þakkarvott fyrir að hjálpa til við að leita að bannsettum álfinum.
Hvernig er það, hafið þið spilað illa karaktera þarsem allir eru illir, eða mjög blandaður hópur af illum og góðum ? Hvernig gekk það?
Hvernig finnst ykkur að á að leika illa karaktera, og hvaða markmið á maður að setja sér? Það er nefnilega svo auðvelt að setja sér markmið sem góður, ekki drepa nema ráðist er á þig, en hvað finnst ykkur ef að maður er illur ?
K.