Það er hlutverk spilara í spunaspili að bregðast við sögu spunaspilsmeistara í gegnum persónuna sem hann leikur og túlkar.
Þarna hefur spilarinn 2 leiðir til að bregðast við því umhverfi sem stjórnandinn lýsir.
1. Henda teningunum á borðið og láta hliðina sem snýr upp tala þínu máli.
2. opna munninn og lýsa aðgerðum persónunnar þinnar.
Flestir nýta auðvitað blöndu af ofangreindu, en lítum aðeins á öfganar…svona til að við greinum betur hvar þær liggja.
fyrri aðferðin sem ég nefni er tengd persónuþróun á blaði, þar sem persónan fær sífellt betri og fleiri hæfileika; “Á næsta stigi (level) get ég hlaupið á vatni” eða “ég er orðinn svo góður í að plata fólk að ég get sannfært djöful um að mamma hans sé köttur”.
í þessum öfgum þarf ég bara að nefna þá hæfileika sem ég ætla að nota og læt teningana um að tala fyrir mig. Hver segir að ég sem spilari sé jafn góður að sannfæra og persónan mín? Enginn!
Einhvernvegin þarf að túlka hversu “góð” persónan er í hinum og þessum hæfileikum og spilarinn þarf að reyna að túlka þessa hæfileika í gegnum seinni aðferðina.
Seinni aðferðin gerir að mörgu leiti spilarann sjálfan að persónunni, þar sem spilarinn lýsir með sínum orðum aðgerðum og jafnvel orðum persónunnar. Notkun þessarrar aðferðar krefst engra hæfileika af hendi persónunnar, einungis spilarans. Það skiptir engu máli hversu góð persónan er í að plata, spilarinn framkvæmir “platið” sjálfur.
Seinni aðferðin þarf ekkert persónuskjal, enga teninga…ekkert nema hugvit spilarans og úrlausnargetu af hálfu stjórnandans.
Tilgangurinn með öllu þessu er að lokum að þróa persónu sem hefur ákveðnar skoðanir og jafnframt hæfileika til að styðja þær skoðanir.
t.d. Bóndi nokkur sem trúir því að yfirvaldinu verði aðeins kollvarpað með valdi er mjög hæfur að berjast með vopni…því hann hefur æft sig í því.
Mér persónulega hefur fundið það þægilegra að vita að þessum aðferðum, ég skil betur tilganginn með persónuþróun á blaði og verð andvígari fastri (statiskrí) hópa (class) þróun með hverjum deginum.
ég meina, af hverju ÞARF útlagi (rogue) endilega að vera með evasion? og af hverju ÞARF veiðimaður (ranger) endilega að vera jafnvígur á báðar hendur?
Ég veit að nokkurn vegin öll kerfi nema dnd hafa lagt af hópaþróun í kerfunum sínum, en það verður samt að viðurkennast að það kerfi er vinsælast.
ég vil því biðja stjórnendur jafnt sem spilara að gefa gaum að kerfinu sem slíku. upp á hvað býður það og hverju má ég breyta?
ég get svarað síðustu spurningunni; “Öllu!”.
hver vill hjálpa mér að gera dnd að hópa (class) lausu kerfi?
bj0rn - …