Tegund kerfis: Nútíma hryllingur
Tengingasett: d10
Útgefandi: White Wolf/CCP North America
Útgáfuár: 2004 (Águst, sama tíma og grunnkerfið)
Með tortímingu gamla WoD og upprisu hans sem nWoD kom ný útgáfa af heimi vampíra. The Requiem eða Aftansöngurinn er orð sem lýsir hvernig vampírur skilgreina það líf sem nú stendur fyrir þeim. Það líf er dauft og sorglegt og undirstrikar þann harm að hafa glatað mennsku lífi sínu. Kerfið notar heilmikið af molum úr gamla WoD, eins og nöfn ákveðinna vampírutegunda, krafta þeirra sem og nokkur hugtök. En margir gamlir þættir eru horfnir og má þar á meðal minnast á uppruna vampíra, ættbálka þeirra og yfirvofandi dómsdag.
Vampírur í heild sinni þjást af nokkrum afar óþægilegum kvillum sem að við þekkjum flest hver úr sögum um hinar hefðbundnu vampírur. Þær eru brenndar af sólinni og þykir mjög erfitt að vaka að degi til. Þær þyrstir í sífellu í blóð sem þær nota svo til að knýja ómennska hæfileika sína. Að reka spýtu í gegnum hjarta þeirra lamar þær einnig. Að auki þjást vampírur af einum kvilla sem hefur ekki mikið verið notaður hvað “hefðbundnar” vampírur varðar, en það er sá galli að hver einasta vampíra er fyllt innri djöfli eða bræði sem er oft kallað “the beast”. Sú skepna reynir í sífellu að ráða gjörðum vampírunnar, hugsandi um grunnþarfirnar fyrst og fremst, og lítið annað. Það getur skotist út hvenær sem er, þá sérstaklega þegar vampírunni er ógnað; hún er svöng eða henni líður illa. Þegar skepnan er við taumana tekur hún styðstu leið til að leysa það vandamál sem fyrir höndum er. Þetta leiðir oft til atburða sem vampíran harmar eftirá, eins og morð á sakleysingja, allt blóð hans nú í maga vampírunnar, eða áflog við vini í algjöru og óstjórnanlegu bræðiskasti. Það er ekkert spaug að vera blóðsuga í WoD.
Vampírurnar þurfa að sætta sig við að lífið sem þeir áttu áður, er horfið. Fjölskylda og vinir gætu aldrei skilið þetta ástand og með því að vera þeim nálæg/ur ertu einfaldlega að stefna þeim í hættu. Einsemd og volæði eru sterkir þættir í lífi vampíra. En þau hafa þó (því miður) hvora aðrar. Vampírur í WoD eiga sér aldagamalt samfélag, sem að í sífellu sér til þess að lögum og reglum sé haldið uppi. Þar fá þær þann litla félagsskap og sem stendur til boða, en því miður vegna hversu taugaveiklaðar og grimmar vampírur verða, er sá félagsskapur eitthvað sem seinna meir gæti orðið þeirra versti óvinur.
Vampírur halda sér uppteknum með eilífri valdabaráttu og “hirðmennsku” sem að þær kalla “Dans Macabre” eða “hryllilegi dansinn” (lauslega þýtt). Þar vilja þeir meina að þær séu allar þátttakendur í endalausum fíaskó þar sem völd flæða frá hægri til vinstri og aftur til baka. Hver einasta vampíra í sífellu að reyna að verða sterkari og öruggari, sem er eitthvað sem gæti haft einmitt öfug áhrif á endanum.
Það sem kemur ofan á grunnkerfið í Vampire: The Requiem hvað varðar spilunina sjálfa, eru til dæmis ofurnáttúrulegir kraftar, sem einungis vampírur hafa (kölluð Disciplines) og nokkrir sér Vampíru “merits” (nánar á eftir). Bókin gefur einnig grófa útlínu af fimm deildum vampíra, sem hafa hver fyrir sig stefnur eða hugmyndir um hvað vampírur eru eða ættu að vera að gera.
Vampírur skiptast niður í fimm ættbálka (tegundir). Ættbálkar eru það sem ákvarðar nokkurn veginn hvernig vampíru er verið að tala um. Hver ættbálkur hefur sérstaka eiginleika og krafta sem að gera hana einstaka umfram aðrar vampírur. Auk þess hefur hver ættbálkur sérstakan veikleika eða kvilla sem gerir tilvistina erfiðari fyrir þá. Í heildina eru fimm höfuðættbálkar, sem að virkar sem stórt skref niðurávið frá oWoD, þar sem að þeir voru heilir þrettán talsins. Ástæða þess er hinsvegar sú að ættbálkarnir fimm eru nú einskonar “upprunaþema” eða persónugerving þeirra vampíra sem við könnumts við úr klassískum sögum.
Daeva ættbálkurinn kemur inn sem sterk mynd af hinni nýklassísku “erótísku” vampíru. Daeva eru þeir sem tæla og sannfæra. Þeir smjúga í gegnum menningu vampíra og manna eins og hnífur í gegnum smjör. Þeir eru taldir vera hvað nálægast mönnum og enn “tengdir” við gömlu lifnaðarhætti sína. Það er gróflega hægt að kalla þær “Anne Rice vampírur” vegna þessa ástæðna.
Gangrel ættbálkurinn stendur nokkurn veginn fyrir hinni “dýrslegu” og villtu vampíru. Þeir eru jafn tengdir heimi dýra og Daeva eru tengdir heimi manna. Auk þess hafa Gangrel hannað með sér mjög sérstakan aga, sem gerir þeim kleyft að breyta um form og taka aðra mynd. Gangrel eru afar lífsseigir, hvort sem það er líkamlega eða félagslega.
Mekhet ættbálkurinn eru þær vampírur sem að lifa í skuggunum. Þeir varðveita mörg leyndarmál og nota þau sér til góðs. Mekhet eru afar lævísir og gera sér lítið um að nota krafta sína til þess að láta sig hverfa úr augnsýn. En öll þessi ár í skuggunum taka sinn toll á frekar kaldhæðinn máta, þar sem að jafn viðkvæmar og vampírur eru fyrir sólarljósi og eldi, eru Mekhet enn viðkvæmari.
Nosferatu ættbálkurinn á við þann sérstaka kvilla að stríða að fólki stendur einfaldlega óhugur af þeim. Fyrri útgáfa nosferatu ættbálksins í oWoD, leit hreint ógeðslega út og voru þeir auðþekkjanlegir sem forljót skrímsli. Í nWoD er minnst á að það þarf ekki að vera útlistgalli, heldur getur það verið eitthvað eins og lykt, ára eða einfaldlega eitthvað sem að fólki finnst ógnvekjandi. Oftast þó, eru þeir einfadlega ljótir á djöfullegan hátt.
Ventrue koma svo síðastir og standa þeir fyrir hinnum klassíska “lávarði næturinnar.” Þeir eru fæddir til að ríkja sem valdhafar og framtakssinnar. Kraftar þeirra gera þá nánast ótvírædda meistara stjórnunar og menningaheima.
Fimm ættbálkar virka kannski sem stórt skref niður á við frá gamla kerfinu, þar sem þær voru þrettán talsins, en á móti því kemur að undan þessum fimm ættbálkum skjótast fjölmargar blóðlínur (Bloodlines). Hver blóðlína er framlenging á þeirri þemu sem ættbálkarnir fimm bjóða. Hver blóðlína færir vampírunni nokkra kosti en einnig galla ofan á þá sem komu með ættbálknum. Hver einasta blóðlína fær auðveldari aðgang að nýjum aga (discipline). Aftur á móti fá þeir auka galla, sem geta margir hverjir verið afar bítandi. Spunameistarar eru hvattir til þess að búa til sínar eigin blóðlínur til notkunar í sögum, notandi þeir fáu sem gefnar eru upp í bókinni sem dæmi.
Kraftar þessara vampíra, disciplines/agar, eru knúnir áfram með blóði (kallað vitae) eða viljastyrk í flestum tilfellum og gera vampírunni kleyft að framkvæma nokkuð merkilega hluti. Agar, líkt og Eiginleikar og hæfileikar eru táknaðir með punktum sem ná frá einum og upp í 5 of fylgir hver þeirra sérstakri þemu. Nú eru agarnir það margir að ég vil ekki sökkva mér ofan í að skrifa um þá alla, heldur gef hér nokkur dæmi.
Með Nightmare, aga Nosferatu, í fimm punktum, getur vampíran bókstaflega hrætt líftóruna úr fólki. Það missir heilsu, hár gránar á staðnum og stundum stoppar hjartað einfaldlega. Með Dominate í punkt tvö, getur vampíra auðveldlega kramið viljastyrk annara og skipað þeim fyrir verkum. Með Protean í fimm (agi Gangrel) getur vampíran breytt sér í fínt mistur og þarmeð ferðast þar sem margir geta ekki. Celerity er kraftur sem gerir vampíru kleyft að hreyfa sig leyftursnöggt, svo snöggt að aðrir geta misst sjón af honum.
Auk þessara mörgu krafta hafa vampírur nokkuð sem kallast Devotions (tileinkanir). Devotions eru einskonar blanda af tveim eða fleir yfirnáttúrulegum kröftum, sérstakur hæfileiki sem þær hafa þróað út frá þekkingu sinni á ögunum. Sem dæmi um Devotion má nefna “Instantaneous Transformation” sem kreft þekkingar á Protean auk Celerity. Kraftur þessi gerir vampíru kleyft að breyta um form á augnabliki í stað venjulegs tíma.
Deildirnar fimm sem ég minntist áður á eru samansafn vampíra sem að hafa sérstakar reglur og hugmyndir um hvað vampírur eru og hvað þær ættu að vera að gera. Hver einasta deild hefur frekar ríkar lýsingar og stjórnarskipulag, hver og ein með eigin titla, ábyrgðir og hvaðeina. Sumar deildir standa hvor annarri andvígar á meðan öðrum er slétt sama um hina og vilja helst til vera látnir í friði. Að vera meðlimur í einhverri af þessum deildum færir spilendum oft góða hluti, eins og öryggi, þjóna eða aðgang að sérstökum kröftum sem aðrir fá aldrei. Aftur á móti eru þeir sem eru búnir að velja sér lið oft úrskurðaðir óvinir af hinum liðunum, þannig að valið þarf að vera vandað.
The Carthian Movement er ein slík deild. Hér er hópur vampíra sem að vilja reyna að gera samfélag vampíra eins og samfélag manna er nú í dag. Þeir eru róttækir politíkusar sem vilja meina að allar vampírur hafi rödd og réttinn til að nota hana. Þeir eru oft séðir sem byltingarsinnar og ribbaldar en sannleikurinn er að The Carthian Movement eru í raun einfaldlega bara að “prófa” hvað er best, heimspekilega og politískt séð. Stjórnkerfi þeirra eru margvísileg og jafn fjölbreytt og vampírur sjálfar. Vegna sérstakrar hegðunar vampíra getur reynst erfitt að ná þessu takmarki, en samt sem áður halda The Carthian Movement áfram.
The Invictus standa nánast andspænis Carthian Movement. Þeir eru íhaldsamir eilífðarsinnar, sem telja að völdin ættu að vera hjá þeim fáu og útvöldu; þeim gömlu. Völdin eiga að vera í “réttum” höndum, ekki endilega þeim hæfustu. Ef að eitt orð ætti að lýsa The Invictus, þá væri það “aðalsmenn”.
The Circle of the Crone eru lítið að skipta sér af veradlegri pólitík en eru frekar að skoða trúarlegar ástæður fyrir tilvist vampírunnar. Þeir vilja meina að vampírur séu náttúrulegur partur af ævafornum heimi. Tilbiðning á gömlum, heiðnum guðum er afar áberandi meðal TCotC. Þeir æfa sérstaka blóðgaldra sem að virka oft sem mjög grimmir eða vondir hlutir fyrir þá sem þá ekki kunna. Margir kalla galdrana jafnvel ómannlega en því svara TCotC oft með “Já en, við erum ekki menn lengur!”
Lancea Sanctum standa nánast 100% á móti The Circle of the Crone, sem er ef til vill ekki skrítið þar sem að LS vilja meina að hinn kristni guð hafi skapað vampírur, ekki heiðnir eða náttúruguðir. Guð skapaði vampírur til að vera skrímsli sitt á jarðríki, þeir sem ekki geta sætt sig við það eru ekki verðugir tilvistar. Tilvist Lancea Sanctum kennir ekki beinlínis að vampírur eigi að vera að góðar að eðlisfari, heldur einfaldlega að þær eru skrímsli og eiga sér stað í æðri ætlun hærra valds. Merkilegt nokk, þá telja Lancea Sanctum sig vera komna undan Longinus, rómverska hermanninum sem stakk spjóti sínu í síðu krists og bragðaði blóð hans. Þetta var refsing hans fyrir synd sína, eða svo halda Lancea sanctum fram.
Seinast en ekki síst eru það Ordo Dracul. Stofnaðir af Vlad Dracula Tepes sjálfum, er hér hópur vampíra sem að skiptir sig hvað minnst af politík eða hvort guð eða náttúran skapaði vampíruna. Það sem þeir hafa áhuga á er sú staðreynd að þeir eru vampírur og hvernig þeir geti “svindlað” á þeirri bölvun sem yfir þeim liggur. Þeir æfa afar sérkennilegan aga sem kallast Coils of the Dragon. Þeir gera þeim kleyft að brjóta þau náttúrulegu lög sem vampírur berjast við. Það er því ekki skrítið að hinir hóparnir fjórir horfi því á þá með tortryggni eða öfund.
Það virðist kannski vera að vampírur hafi lítið af ógnum, fyrir utan sig sjálfa, til að ráðast á öryggi sitt sem rándýr næturinnar. Ekki eru til margir mennskir menn sem vita af tilvist þeirra og þeir fáu sem það gera reyna oftast að gleyma því. Vampírur eru varkárar og sætta sig ekki við það þegar einhver óþekk vampíra fer af stað með látum, gerandi hluti sem gæti uppljóstrað tilvist þeirra fyrir öðrum.
Því miður fyrir þær eru tveir hópar af vampírum sem virðast skapa einungis vandræði fyrir restina; Belial’s Brood og VII. Belial’s brood er hópur satanískra og djöflatilbiðjandi vampíra sem telja sig vera komna beint frá helvíti. Þeir gera sér lítið um það að myrða og pynta sér til skemmtunar, enda er það einfaldlega leið til fullkomnunar. Slíkur verknaður er oft sóðalegur og dregur ef til vill athygli mennskra stjórnvalda að vampírum í heild sinni. VII eru ekki jafn kærulausir hinsvegar, en sá hópur hatar vampírur í heild sinni með öllu hjarta. Þeir vilja útrýma þessum ævafornu samfélögum misskunarlaust. Til dags hefur aldrei verið hægt að ræða við þær eða ná upplýsingum frá þeim, um hvers vegna þær vilja gera þetta.
Það seinasta sem er þess vert að tala um er tilkoma nokkra nýrra merits. Þar eru á ferðinni hlutir eins og Haven, sem ákvarðar hversu góð hýbíli vampíran á sér. Mentor merit segir til hvort að vampíran eigi sér einhvern kröftugan lærimeistara eða leiðbeinanda. Herd er einnig skemmtilegur merit, sem táknar hóp fólks sem að vampíran dregur oft blóð úr á reglulegum stað eða tíma. Að sjálfsögðu er það afar hentugt við veiðar. Einnig er komið með dýpri skilgreiningu á Status merit, þar sem að vampírur hafa sér flókin samfélög.
Það sem vantar ef til vill í Vampire: The Requiem eru fleiri staðreyndir. Eins og ég minntist á í WoD umfjöllun minni er mikið af svörtum eyðum í heiminum hvað varðar uppruna og framhald einstakra skrímsla innan kerfisins og það sama á við með þetta undirkerfi. Þrátt fyrir að mála mjög skemmtilegt kerfi fyrir okkur sem er fullt af athyglisverðum samfélögum, ótrúlegum kröftum og þess háttar, eru margir þess sinnis að White Wolf hafi skilið eftir of mikið autt. Margir spilendur kvarta til dæmis að ættbálkarnir fimm séu ekkert voðalega merkilegir á þann máta að fyrir utan mismunandi krafta og veikleika sé engin stemming lengur í þeim. Þeir taka sem dæmi að Nosferatu ættbálkurinn sé einfaldlega vampíra sem er ógnvekjandi og ljót með krafta sem gera hann líkamlega sterkan og hræðilegan. Fyrir utan það er ekkert sem gerir Nosferatu að “Nosferatu”, engin saga, ekkert stimplað hlutverk, engin framtíð o.s.frv.
Aftur á móti kemur það frelsi sem að spunameistarinn hefur með þessu. Það er hans að ákveða hver þessi hlutverk eru og í raun hver sannleikurinn sé á bakvið allt saman. Þó ber að benda á að ef við eigum að mála í allar þessar risastóru eyður sjálf, gætum við allt eins sleppt því að fá þessi hugtök og samfélög í hendurnar, heldur bara búið til okkar eigin frá grunni.
Í lok bókarinnar hinsvegar er okkur kastað líflína, í appendix 2, þar sem að komið er með dæmi um borgina New Orleans. Farið er gróflega í valdafígúrur, borgina sjálfa og í raun bara allt það vampírusamfélag sem þar er til staðar.
Bókin sjálf er vel skrifuð og hefur lítið af atriðum sem að flækjast fyrir manni hvað varðar reglur, enda áherslan í nWoD ekki spilakerfið, heldur túlkunin og upplifunin. Upplifunin sem er lögð áhersla á í Vampire: The Requiem er, sorg, harmur og samskipti. Vampírur eru útskúfaðar frá fyrrum lífum sínum, bölvaðar til þess að vera sjálfselskar og hræddar ófreskjur í samfélagi þar sem hnífum er beint að hverju baki.
Fyrir marga virkar þetta kannski sem frekar niðurdrepandi eða “emo” kerfi, en með smá tilhugsun og sköpunargáfu er hægt að sjá framhjá því og grafa sig beint ofan í skemmtileg miðnæturævintýri fyllt háska og hetjudáðum.
Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta einfaldlega afbragðs kerfi. Það er nokkuð auðvelt að fylla í eyðurnar eða beygja reglurnar eftir hentugsemi. Það er auðvelt að skapa nýja hluti, eins og fleiri aga, ættbálka eða blóðlínur, það eina sem þarf að muna er að vera sveigjanlegur og reiðubúinn að skapa áhrifamikla og krefjandi sögu fyrir spilendur sína. Það tekur tíma að ná völdum á heiminum og að að skapa góðar sögur, en ef rétt gert geta það verið með betri spilakvöldum sem hægt er að upplifa.
Einn hlutu sem ég vil minnast á í lokin. New Line Cinema hafa víst keypt réttinn til að búa til kvikmynd byggða í heimi Vampire: The Requiem. Fleiri upplýsingar fann ég því miður ekki en þetta ætti að vera gaman að sjá.
EvE Online: Karon Wodens