Well I have anyway!
Þetta býður þó upp á nokkur vandamál. Í fyrsta lagi þá er sagan skrifuð í kringum ákveðnar persónur og þú þarft að skipta þeim út fyrir allt aðrar persónur sem hafa sinn eiginn vilja og taka sínar eiginn ákvarðanir. Oftar en ekki byrjar þetta eins og sagan í bókinni eða bíómyndinni eða hvar sem að maður stal nú plottinu og þróast yfir í eitthvað allt annað. Það er mjög gaman fyrir DM að sjá spilarana fara í gegnum sömu vandamál og persónurnar í bókinni sem að maður var að lesa en bara allt aðra leið.
Svo eru náttúrulega element í bókum sem að er erfitt að ná framm í spilinu. Eins og að tveir carakterar verði ástfangnir eða að þeir myndi djúp vinabönd. DM getur sjaldan lýst landslagi nógu vel svo að allir hafa mismunandi mynd af sögusviðinu. Spilarar eru líka oft mjög uppteknir af caracternum sínum og gleima að spila sem grúpa. Spilarar fara líka oft að treysta á “DM karma” og halda að þeir geti ekki dáið. Þettaeru allt atriði sem að gera það að verkum að playing session verður alldrei alveg eins og bókin eða sjónvarpsþátturinn sem að maður var að sjá.
Það eru líka margir caracterar bygðir á persónum úr bókum og myndum að einhverju leiti.
Ég á til dæmis caracter í marvel sem að ég hugsaði sem blöndu af gaurnum í Highlander og Kenshin úr samurai X anime þáttunum.
Í versta falli þá er þetta góð leið til að redda sér plotti þegar að maður er hugmyndasnauður. Maður þarf bara að vera tilbúinn að spinna upp í götinn.
Lacho calad, drego morn!