Ég segi fyrir mína parta að þetta er skelfilegt fyrirkomulag. Mér finnst þetta bara gjörsamlega út í hött. Ég mæti ekki á minimót, hvorki sem stjórnandi né spilari, á meðan fyrirkomulagið er svona. Það er á hreinu.
Það er vægast sagt undarlegt að taka valið frá fólkinu sem er að borga fyrir skemmtunina. Sjálfur borga ég ekki fyrir kassa sem ég veit ekki hvað inniheldur.
Ástæðan fyrir því að fleiri skráðu sig ekki og að fólk vildi ekki prófa ný kerfi er auðséð: metnaðarleysi stjórnenda. Örfáir stjórnendur höfðu einhverja áhugaverða sögu á boðstólum og gáfu sér tíma í að skrifa greinagóða lýsingu á henni. Ef lýsingin er áhugaverð og sagan spennandi, þá skrá sig kannski einhverjir sem hafa ekki prófað kerfið né þennan genre áður. Það gerðist a.m.k. í bæði skiptin sem ég stjórnaði á mini-móti. Af hverju ætti einhver að prófa nýtt genre eða nýtt kerfi þegar lýsingin á ævintýrinu er ein lína sem segir manni nákvæmlega ekki neitt? Hvað segir það um metnaðinn sem stjórnandinn hefur lagt í söguna?
Ef fleiri sögur hefðu verið áhugaverðar og fleiri stjórnendur metnaðarfullir (þarna spilar inn í að það þarf að verðlauna stjórnendur fyrir erfiðið) þá hefðu mini-mótin gengið vel. Ekki hefði skemmt fyrir ef umsjónarmenn mótanna hefðu sleppt því að skamma fólk fyrir að mæta ekki með endalausu væli. Það er afskaplega fráhrindandi.
Ég veit að ég er algjör besserwisser en ég segi að þið munuð komast að því að margir hætta við þegar þeir sjá í hvaða kerfi/hjá hvaða stjórnanda þeir voru settir. Þetta fyrirkomulag er út í hött. Ég myndi aldrei stjórna rpg fyrir fólki sem vissi ekki hvað það var að fara út í. Ég myndi heldur aldrei láta hafa mig að því fífli að borga fyrir kvöld hjá einhverjum stjórnanda í einhverju kerfi. Það er mitt álit.
Bætt við 6. október 2007 - 13:30
Ég stjórnaði víst þrisvar en ekki tvisvar á mini-móti. Í öll skiptin hafði ég leikmann sem hafði aldrei prófað kerfið áður, í tvö skipti hafði ég leikmann sem hafði aldrei prófað horror genre áður. Ég tel ástæðuna fyrir því vera þá að ég skrifaði spennandi lýsingu (sem var reyndar einu sinni breytt af umsjónarmanni - ekki mjög vænlegt til að fá stjórnendur aftur á mini-mót) og bauð upp á sögu en ekki eitthvað “fimm menn hittast og ákvaða að stofna adventuring party”.