Mér hafa borist þær leiðindar fréttir að skráning á næstkomandi mini-mót, er heldur slöpp. Sá sem hefur umsjón með mótinu ætlar að hætta við mótið ef það verða ekki fleirri skráðir á Fimmtudaginn næstkomandi. Ástæða þessi var tekinn vegna þess að mæting er frekar léleg eins og áður kom fram. Á öðru mini-móti var einn stjórnandi ekki kominn með neina spilara og síðan fylltist allt í einu á borðið hans 1 klukkutíma fyrir mót, sem er frekar óþægilegt þegar þú ert nokkurnveginn búinn að afskrifa borðið þitt og sérstaklega þegar fólk hefur haft einn mánuð til þess að rölta/hringja niður í nexus og skrá sig.
Því næst kem ég að hinum partinum, er eitthvað hægt að gera til þess að fá betri mætingu, eða var bara enginn áhugi fyrir því sem var verið að stjórna á þessu móti? Er hægt að gera eitthvað betra? Stækka mótin og halda þau sjaldnar, halda mótin sjaldnar og vona eftir betri mætingu? Bíða eftir að fá 3 full borð og gefa síðan 3 vikna fyrirvara? Endilega látið heyra í ykkur, ég man að einhver af huga kom með þá hugmynd um að stjórnendur fá inneign í stað þess að vera með pizzubrölt og það féll mjög vel í kramið á bæði stjórnendum og vinnufólki nexus(Helga), aldrei að vita nema að það leynist frábær hugmynd einhverstaðar.
-Nýbakaður Admin