hljómar verulega leiðinlegt, en þetta er samt nokkuð sem ég hef pælt mikið í undanfarið, að nokkru leyti vegna spunaspilskerfissins sem ég hef verið að búa til.

það eru til 3 tölfræðilegar týpur af spunaspilskerfum, eftir minni vitneskju. þær tegundir gætu kallast:
1. flatt kerfi
2. normalkúrfu kerfi
3. gildis kerfi

1. flatt kerfi: 1 tening kastað, flatri tölu mögulega bætt við eða hún dregin frá, líkur á að fá meðalkast jafn miklar og að fá besta kast.

2. normalkúrfu kerfi: mörgum teningum kastað, útkoman lögð saman í eina tölu.

3. gildis kerfi: mörgum teningum kastað, hæsti teningurinn gildir.

kostir og gallar hvers kerfis fyrir sig eru bæði augljósir og faldir.
1.
Gallar flats kerfis eru augljósir, eitt kast, ekkert meðaltal í hverju kasti, aðeins fjölda kasta.
kostir: einn teningur, auðveldari og fljótari útreikningur.
d20 kerfið reyndi og tókst að útrýma þessum galla með “take 10” reglunni, en mistókst samt að útrýma þessum galla með sömu reglu. af því að það er ekkert svo erfiðara að fá 11…en um leið og þú þarft 11 eru 50% líkur á að þér mistakist…

2.
gallar: mörgum teningum kastað, seinlegur útreikningur.
kostir: gott meðaltal í hverju kasti, raunverulegasti kosturinn, því þú getur treyst útkomunni á teningunum…teningarnir segja þér betur hversu góður þú ert í viðkomandi hæfileika.

3. mig rámar í eitthvað kerfi þar sem maður kastar mörgum d10, 1 er fumble og tekur burt hæsta teninginn og auka 10 er betra hit.
útkoma = skrítnar líkur og mjög fáránlegar.
að mínu mati, versta tölfræðikerfið.

keppnin um “besta” tölfræðikerfið er enn í gangi, þrátt fyrir að d20 kerfið virðist vera að stinga af. nokkrir mjög leiðinlegir gallar hafa komið fram í þessu kerfi og það endar með því að það verða komnar aukareglur eins og í 2nd edition.

þau kerfi sem ég hef séð í normalkúrfukerfinu eru fín, þó með göllum sem í raun drápu kerfið. T.D gamla starwars kerfið.
———————————————-

sigh…afsakið bununa, dálítið vesen að koma þessu frá sér á sem skiljanlegastan hátt þannig að það er stiklað á dálítið stóru þarna, annað hefði þurft nokkrar blaðsíður af texta.

það sem ég er að reyna að segja, svona í aðalatriðum er:
normalkúrfukerfi er best (raunverulegast), en ekkert kerfi hefur náð að fullnýta sér kosti þess að fá raunverulegt meðaltal því fólk hefur ákveðið að fórna því fyrir 1 teningur = fljótleg útkoma.
persónulega finnst mér það vera slæm þróun, til dæmis vegna þess sem ég lýsti áðan með d20 kerfið og muninn á því að fá 10 og 11.
————————————————

að lokum vil ég spyrja ykkur lesendur, álits á minni tilraun til úrbóta. kerfið sem ég hef verið að reyna að púsla saman er í raun blanda af öllum þessum 3 kerfum.
kerfið er aðallega normalkúrfu kerfi, en plúsar samt ekki alla teningana saman heldur hlutar kastið niður í erfiðleikatölu sem þarf að ná sem oftast. einnig er “villtur” teningur sem annað hvort bætir við eða dregur frá, svipað og í 3 kerfinu…

fyrir mér er tölfræðin mjög mikilvæg í spunaspilskerfum, því eftir því hreyfir maður sig og framkvæmir. þú leikur af teninganna list, þú leikur heimska persónu ef tölurnar segja að þú sért heimsk og þú leikur liðuga persónu ef tölurnar, réttara sagt, LÍKURNAR segja að þú sért liðug.

í spunaspilsheimnum eru líkurnar eðlisfræðin, leikurinn og lífið.

bj0rn - megi líkrnar vera þér í hag.