Ég er mjög heppinn með grúppuna mína. Við höfum allir DM-að einhvern tímann, og höfum þá reynslu bæði sem DM-ar og sem spilarar.
Skemmtilegasta dæmið um að DM played along var þegar hann var búinn að plana eitthvað svona mafíudæmi á móti okkur í litlum bæ, við allir bara 3 lvl aular.
Það nefnilega kom ríkur prestur í bæinn sem ég rændi (ég og annar vorum þjófar, þriðji var hestasveinninn sem við lömdum til að ræna sekkjunum í hesthúsinu, og fjórði var presturinn sjálfur.)
Eftir að hafa sloppið með góssið vakna ég við að einn af mafíuhrottunum er með sverð uppað hálsinum á mér og spyr mig um ránið og peningin. Hinn þjófurinn (kvenkyns btw) vaknar við lætin og læðist framhjá hurðinni minni og hleypur í burtu með allt góssið, og ég öskra á eftir henni. Hinn gaurinn ætlaði þá bara að ræna mig öllu. Svo þegar hann var á leiðinni út, læddist ég hratt á eftir honum og lamdi hann að aftan í hausinn og rændi hann öllu. Á meðan var hinn þjófurinn kominn á hest útúr bænum. (og þar með algerlega fara með plot DMsins í ruslið).
Ég henti mafíugaurnum í kistu og læsti henni, á meðan ég reyndi að fá hest út úr hestasveininum. Ég lofaði honum gull og skógum, og hann jánkaði, ef hann fékk að koma með. Þannig að við stálum tvemur hestum, annar af þeim var hestur prestsins. (sérðu hvað DM-inn er að gera?) Svo þegar ég lít eftir kistunni, er gaurinn hlupinn úr henni.
Presturinn sér einungis einn hest eftir í hesthúsinu, og það er glæsilegur hestur í brynju, s.s. a paladins horse. Presturinn tekur hann og heldur á eftir okkur.
Þannig að kvenkyns þjófurinn er fremstur, ég og hestasveinninn á eftir, Presturinn nálægt hælunum á mér og svo mafíugaurinn og paladininn í eftirdagi. Framhaldið er mjög cool en maður er ekki viss hvað fólk nennir að lesa.
Þokkalega skemmtilegt plot sko (þó að DM-inn örvæntaði soldið í byrjun). Ég og hinn þjófurinn bættum við yo momma's gríni inn í þetta bara til að hafa þetta keppnislegra á milli þeirra.
Þannig að málið er að vera bæði DM og player einhverntímann, þá sérðu þetta frá báðum hliðunum.
K.
Sko, allir í grúppunni minni hafa DM-að og spilað, og allir erum við vanir spilamenskunni. Þegar búið er að fyrirfram ákveða að spila low-magic campaign, og sona aðeins meira down to earth, þá finnst mér hálf asnalegt að DM fari að troða einhverju fljúgandi skipi þarna inn í, enda voru allir spilararnir sammála um það. Þessi tiltekni DM er bara týpan sem tekur höfnun ekkert voðalega vel, og nei hann var ekki búinn að plana þetta eitthvað geðveikt fyrir fram, ég efast stórlega um að þessi DM hafi nokkurn tíman planað eitthvað fyrir fram, hvorki í spilamensku eða in real life. Hann bara getur ekki haldið sig við efnið. Þetta endaði með því að við spörkuðum honum út og einn af spilurunum tók við sem DM og úr varð eitt svaðalegasta D&D campaign sem við höfum nokkurn tíman spilað. Ég held að upprunalegi DM'inn sé enn þá í fýlu útí okkur.
hehehe
0
Mér finst það fúlt þegar að DM-in gerir bara það sem að honum sýnist. Ef að playerar vilja gera eithvað sem að honum fynst ekki sniðugt þá ákveður hann bara að það sé ekki hægt…
Septimus: Td. My fucking BREWING-EQUIPMENT!!!
0
Jamm ég hef lend í svona stjórnanda, þar sem hópurinn minn kláraði ævintýri á 30 mín sem átti að taka nokkur sessions. en því miður var það stjórnandanum eiginlega að kenna, því að hann sjálfur sá ekki plottið rétt fyrir sér :)
Fyrir mér er spontanious spilamennska alveg æðisleg, þannig stjórna ég. er bara með grunnplot og nokkrar hugmyndir hvernig þetta mun líklega þróast. En ég læt eiginlega spilarana um framþróunina á ævintýrinu. sú aðferð hefur bara gengið mjög vel hingað til.
hux|AzRaeL
0
Okei, Morrinn, og hinir sem hafa tekið þátt í þessari umræðu.
Ég hef ekkert á móti því að spilararnir taki upp á einhverju óvæntu, SVO LENGI SEM ÞAÐ EYÐILEGGUR EKKI FYRIR HINUM PLAYERUNUM EÐA CAMPAIGNINU Í HEILD SINNI!
Samkvæmt því sem Morrinn segir virðist ég vera einhver algjör harðstjóri, og til að hreinsa mannorð mitt skal ég gera aðeins betri grein fyrir aðstæðum.
PCarnir voru í Forgotten Realms (í Mistledale, nákvæmlega) og áttu í langdregnum útistöðum við svartálfa á svæðinu (Jezz the Lame er SVOOOO nettur villain:). Svo allt í einu, upp úr þurru, vill cleric morrans fara að fjárfesta í einhverjum bruggútbúnaði og gerast farandlandasölumaður (og yfirmenn hans hjá kirkjunni búnir að fela honum verkefni í dalnum og hvaðeina.) Þetta var algjörlega út úr karakter, eyddi stórum hluta af kvöldinu í rugl, og var að öllu leiti tilgangslaust.
Ég samþykki að PCar ættu að vera frjálsir í því sem þeir gera, but there are limits…
0
Wooooha!!! Septimus, Bíddu Bíddu Bíddu, Hvenar í þessu commenti mínu kallaði ég þig einhvern harðstjóra? Ég sagði að stundum væri ég pirraður á því að þegar að einhver PC vill gera eithvað sniðugt eða heimskulegt þá segir DMinn bara einfalt og leiðinlegt Nei! Og þar ekki bara þetta brewing equipment, ég man eftir mörgum öðrum dæmum líka…
0