Ég meina, spáum aðeins í þessu. Eins og ég skil lawful, þá er það ekki bara að vera löghlýðinn í ströngustu merkingu þess orðs, heldur líka að ráða yfir nokkrum sjálfsaga og persónustyrk. Chaotic, aftur á móti, er að vera óagaður og þannig.
Og það sem flaug í brúnkollinn minn var þetta:
“Hvernig getur einhver, sem hefur lítinn sem engan sjálfsaga náð valdi yfir jafn rosalegum fræðum og galdramennska er? Er það ekki einmitt alveg bráðnauðsynlegt að hafa gríðarlega sjálfstjórn og vald á löngunum? Án þessa, og með þessu virðingarleysi gagnvart yfirvöldum sem chaotics hafa, hvernig getur maður tileinkað sér þessu rosalega snúnu fræði?”
Ég komst að þeirri niðurstöðu, að enginn galdramaður (og ‘maður’ hér er í kynlausri merkingu, svona eins og ‘human’ á ensku, nema það er heldur ekki bundið við ‘race’ í merkingu fantasy-heima) gæti byrjað sem chaotic, þótt hann gæti þróast yfir í það síðar meir.
Upp að vissu marki gæti þetta líka náð til klerka, en ég er ekki eins viss.
Annars hefur mér löngum fundist alignmentin, eins og þau voru birt okkur í AD&D vera fremur undarleg og of þröng, þar sem maður getur vel haft ofsalega mikinn sjálfsaga, en hins vegar verið mótsnúinn stjórnvöldum, t.d. óréttbornum harðstjóra furstadæmis.
All we need is just a little patience.